Thursday, September 29, 2011

Hveitikíms pizza

Þetta er algjörlega uppáhaldið mitt þessa dagana !



Hveitikíms pizza
Uppskrift: 
60 gr Hveitikím 
5 msk af vatni
Krydd: t.d. salt og pipar eða pizzukrydd.

Aðferð: 
Hræri þessu saman í skál, móta bollu með höndunum. Set bolluna á olíusmurðan bökunarpappír og legg annan olíusmuraðbökunarpappír ofaná "bolluna". Tek svo t.d. skurðarbretti og legg ofaná og þrýsti þannig að bollan verður flöt. 
Ég vil hafa pizzuna þunnbotna og þrýsti því vel niður. 
Svo setur maður hunts pizzasósu og pizzaost, svo bara allt það sem ykkur langar til. 

Næst er það að baka pizzuna, mér finnst best að setja hana á grillið en þá hita ég grillið vel upp áður og set pizzuna í svona ál kökuform - sjá mynd að neðan. Passa að hafa grillið bara lokað ekki vera alltaf að kíkja því þá er grillið fljótt að kólna og pizzan bakast ekki heldur brennir bara undir !

Einnig er hægt að setja pizzuna inní ofn á 180°c. Mikilvægt er að baka bara botninn fyrst í c.a. 10 -15 mín setja svo á hann og hafa inn í ofni þar til osturinn er vel bráðnaður og 
pizzan orðin djúsí !!


 

Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu !!

Gaman væri að fá comment frá ykkur :)

- Ásta

Tuesday, September 27, 2011

Fljótlegt í hádeginu

 Hveitikímsklatti með eggi og grænmeti


 Hveitikímsklatti uppskrift : HÉR

smurði klattan með grískri jógúrt, steikti egg, skar svo salat, gúrku og smá rauðlauk, toppað með létt Feta og kasjúhnetum. 


- Ásta

Sunday, September 25, 2011

Quinoa Salat

Hérna eru upplýsingar um Quinoa !

 
Í hádeginu gerði ég mér Quinoa salat.
Ég sauð 1 dl af Quinoa og notaði 3 dl af vatni á móti, 
má setja smá grænmetiskraft ef maður vill. 
Það er soðið þar til allt vatnið er gufað upp, c.a. 15-20 mín. 
Leyfir því svo að kólna (ég set í skál inní ísskáp) svo setti ég rauða papriku, maís, tómat, gulrót allt smátt saxað, 
smá sítrónusafa og salt og pipar útá Quinoað. 
 Ég hefði sett eitthvað grænt með eins og steinselju eða corianderlauf hefði ég átt það til! 
 
Skellti þessu ofaná salatblöð og borðaði með bestu lyst !!

Það eru til ótal uppskriftir með Quinoa á netinu. 
En í rauninni getur maður notað hvað sem manni langar í :)  
- Ásta


Thursday, September 22, 2011

Hveitikímsklatti

Letidagur í dag ! 
Fékk mér grillaða hveitikíms samloku 
í kvöldmatinn


Setti ost, skinku (frá Kjarnafæði), tómat, smá lauk, papriku. Skellti þessu í samlokugrilluð, skar svo ferskt salat og gúrku.

Gæti ekki verið mikið einfaldara ! 
Ágætis redding fyrir svangan maga :) 

Hveitikímsklatti Uppskrift: 

30 gr hveitikím
2 og 1/2 msk. vatn
salt og pipar ef vill

Þetta er hrært saman og verður eins og þykkur grautur, mótað í hringlaga klatta.Hægt er að smyrja bökunarpappír með olíu og setja hveitikímsbolluna á, láta annan bökunarpappír ofan á og fletja út með því að þrýsta skurðarbrettu ofan á.

 Steikt á pönnu uppúr smá olíu c.a. 2 mín á hvorri hlið fer eftir þykkt klattans. Eða baka inní ofni c.a. 5 mín.  

Ath. hægt er að nota hvaða krydd sem er, t.d. oregano, paprikukrydd, pizzakrydd. 

Einnig er gott að setja fræ utaná klattan til að breyta til. 
Gangi ykkur vel!

-Ásta 

Afmælisdöðluterta

Siggi minn átti afmæli 11 september sl. og vorum við að halda uppá afmælið að sjálfsögðu sykur og hveitilaust.
Maður var svolítið smeikur við þetta til að byrja með en ég ákvað að skella í köku sem að ég fann inná CafeSigrún - sem er alveg snilldar síða!

Kakan heppnaðist svona líka æðislega! Og vakti mikla lukku hjá fólkinu hvort sem það var í hveiti og sykurlausu fæði eða ekki! 

AFMÆLISDÖÐLUTERTA





- Ásta

Tuesday, September 20, 2011

Quinoa kaka

Það er hægt að gera fullt af góðum eftirréttum sem að innihalda hvorki sykur né hveiti, hérna er eitt dæmi um það.. 


 Kakan verður frekar blaut en er mjög góð með smá rjóma og svo ferskum ávöxtum með !


Uppskrift: 
2 dl smátt saxaðar döðlur
1 dl smátt saxaðar brúnaðar aprikósur
1 dl rúsinur
salt af hnífsoddi
1 tsk vanilluduft
1 tsk kanill
lítill biti engiferrót u.þ.b. 1 cm 
7 dl eplasafi
2 dl quinoa

Aðferð: 
Setjið allt í pott og látið sjóða í um 20 mín við vægan hita eða þar til allur vökvinn er gufaður upp. Hellið í hringlaga form (t.d. 26 cm í þvermál), þjappið og látið kökuna kólna og stífna (ég setti formið í frystinn því ég er svo óþolinmóð!) 
Skreytið með ferskum ávöxtum, þurristuðum hnetum og möndlum, gott er að hafa þeyttan rjóma með.

Verði ykkur að góðu !

- Ásta

Græna þruman

Allt er vænt sem vel er GRÆNT !

Uppskrift: 
handfylli Spínat
handfylli mangó (ég nota frosið)
nokkrir ananasbitar (frosnir) 
Eplasafi eftir þörfum
smá bútur engifer
allt sett í blender og svo drukkið með bestu lyst! 

- góð vinkona mín benti mér á að sniðugt væri að geyma spínatið inní frysti því oft verður það "sveitt" í pokanum.

verði ykkur að góðu ! :)

- Ásta

Monday, September 19, 2011

Salat-Óð!

- Skellti í kjúklingasalat í hádeginu -
..Spínat, rauðpaprika, gulrætur, mangó, kjúlli, fetaostur og graskerafræ..


-Ásta

Sunday, September 18, 2011

...Sushiiii...


 Ég og Björk systir mín gerðum Sushi í fyrsta sinn alveg frá grunni !

það var allavega virkilega bragðgott og erum við mjög saddar og sáttar með útkomuna :)

Sunnudagskjúklingasalat

Það er ekkert smá leiðinlegt veður, rigning og rok á þessum annars ágæta Sunnudegi. Ákvað að gera vel við mig og mína og gerði kjúklingasalat úr afgangskjúllanum sem var í gærkvöldi.
Virkilega ljúffengt ! mangó, kasjúhnetur, tómatur, gúrka, salat, fetaostur og smá balsamik sýróp til að toppa þetta.. 

- Ásta