Monday, October 31, 2011

Súkkulaðikaka

Langaði svo ótrúlega að gera súkkulaðikökuna (þessa) 
um helgina en ég átti ekki möndlur og notaði 100 gr valhnetukjarna í staðinn ! Ekki síðra ;)
Endalaust hægt að breyta og leika sér með þessa uppskrift! 

 Skellti kókosflögum yfir!


Og borðað með nokkrum bananasneiðum.. jammí! 


- Ásta

Hádegis

scrambled eggs, Quinoa salat og tómatsneiðar

í Quinoa salatinu er... paprika, maís, gúrka og rauðlaukur.

- Ásta

Friday, October 28, 2011

Súkkulaðibúðingur

mmm þetta var alveg æði !


Uppskrift - fínt fyrir tvo
1 stórt avókadó, afhýtt og steinhreinsað
1 og 1/2 dl Kókosvatn
6 Döðlur
2 msk Kakóduft
1 og 1/2 msk agavesýróp
hnífsoddur himalayasalt

Allt sett í matvinnsluvél nema kókosvatnið er sett smátt og smátt. 
Blanda mjög vel, gott að setja einnig í blenderinn þá verður þetta silkimjúkt! 
Sett í litla skál og inní ísskáp í c.a. 30 mín eða meira. 

Flott að skreyta með möndluflögum, jarðaberi 
eða bara því sem ykkur dettur í hug!

Verði ykkur að góðu ! 
- Ásta

PizzaDagur

HveitikímsPizzur
Þessar voru alveg extra djúsí!


á þeim er, laukur, paprika, skinka, pepperoni, sveppir, ananas svo er ég með fetaost en húsbóndinn er með beikon ;) 
ath! Álegg frá Kjarnafæði - flest annað er með sykri!

Bakaði botnana á undan í c.a. 5 mín

Uppskrift: HÉR

P.s. Ekki vera hrædd við að spyrja ef það er e-ð !! 

-Ásta

Wednesday, October 26, 2011

Hressandi

Skellti þessu í safapressuna
- mikið engifer = flensubani ! 



Glasið var bara fyrir myndatöku, en ég lét safan í flösku 
og tók með mér í nesti fyrir skólann :) 

- Ásta

Góðan dag!

Morgungrauturinn var á sínum stað!

1 dl haframjöl, 2 og 1/2 af vatni
1 msk chia fræ
lífrænt epli
döðlur
kókosflögur
hrísmjólk


Gerði kókos muffins tilraun í gær, ætla aðeins að þróa þessa 
uppskrift lengra áður en ég læt ykkur fá hana :) 
- Ásta

Tuesday, October 25, 2011

Kvöldmatur - Kjúklingabringa

Kjúklingabringa, salat og ofnbakað grænmeti
- hafði enga stjórn á þessu salati svo kjúklingabringan er týnd þarna undir :)


Kjúklingabringa með piripiri og eðal kjúklingakryddi frá pottagöldrum, 
sett í ofn í c.a. 40 mín. 
Ofnbakað grænmeti: Rauðlaukur, zukini, grasker, gulrætur og kartafla. 
Allt skorið í teninga og sett í eldfast mót, olía yfir og salt og pipar, er inní ofninum þar til kartaflan er orðin mjúk. 

- saffran jógúrtsósa er svo þarna með.. 

- Ásta

Hádegis Ommiletta


Steikti sveppi, papriku og lauk á pönnu. 
Gerði ommilettu með 2 eggjum, salt og pipar, setti svo grænmetið á milli. 

svo dass af feta ofaná, og ískalt klakavatn með..

..mmmmm..

- Ásta

Flensubani

Þessi flensa ætlar að sitja sem fastast !
fékk mér vítamínbombu í glasi
2 epli, greip, 2 mandarínur, 4 gulrætur og engiferbút.
Allt sett í safapressu.. 


Útúr þessu fékk ég 2 svona glös :) 

-Ásta

Thursday, October 20, 2011

Te í draumabollanum

Er veik heima með litla sem enga matarlyst svo þið eigið ekki von á 
neinum girnó réttum í dag allavega

En ég fékk mína fyrstu draumabolla núna í afmælisgjöf frá elskulegri vinkonu minni Söru Rakel, en ég hef verið skotin í þeim í langan tíma!

Þeir eru frá Pronto og eru til í mörgum litlum


Yogi engifer te með hunangi útá

-Ásta sem er sjúk í falleg búsáhöld

Tuesday, October 18, 2011

Grillaður hveitikímsklatti

..nammiiii..
Hveitikímsklatti á milli setti ég ost, lauk, papriku, kjúkling, smá piparost ;) 
Grillaði svo vel þannig að osturinn var alveg bráðnaður
ég var of fljót á mér að taka mynd en ég ætlaði að nota grískt jógúrt en það var ekki til svo ég notaði abmjólk sem "sósu"

Kæru vinir! 4 færslan í dag og ég sé að það eru nokkuð margir sem kíkja við hér á hverjum degi og það væri gaman að fá comment frá ykkur :)

- Ásta

Salat með túnfisk

Salatæði
mmm hádegis ljúfengt ! 
Iceberg salat, túnfiskur í vatni, rauð paprika, 
smá rauðlaukur og gúrka

galdurinn við gott salat er að skera allt mjög fallega niður og raða þessu fallega á diksinn þá er svo gaman að borða salatið! 
-Ásta

Ofnbakaður hveitikímsklatti

Í gærkvöldi þá var þetta fínasta kvöldmáltíð
 

Hveitikímsklatti uppskrift: HÉR

Tók tilbúinn klatta, setti rautt pestó ofaná hann, ost yfir og svo rauða papriku, lauk og inní ofn þar til osturinn 
var orðin vel bakaður..

.. og svo setti ég góða lúku af klettasalati! 
Þetta var alveg snilld :)

-Ásta

Hafragrautur með meiru !

..Chia fræ í grautinn minn..
HÉR er hægt að lesa um chia fræ m.a.

 og svo epli.. og möndlur..
 oooog hræra !
Þetta er bara snilld til að byrja daginn !

-Ásta

Monday, October 17, 2011

Afmælisteitið mitt

Hélt smá afmælisteiti fyrir vinkonur mínar, var með 
mini cupcakes, ostabakka og sushi

Mini cup cakes með sykri og hveiti :)
ég naut þess vel að horfa bara á þessar!
Sykurmassablómin bjó ég til sjálf
  
Veisluborðið
- ég elska mörg mismunandi kerti saman, ég notaði tvo ferkanntaða spegla sem ég átti til og keypti svo hvít og bleik kerti í mismunandi 
stæðrum í Sösterne Grene. Mjög ángæð með útkomuna ! 


Heimagert sushi klikkar seint ! 


Æðislegt kvöld með eðal stelpunum mínum :) 

-Ásta

Friday, October 14, 2011

MorgunGrauturinn

Ég ákvað að taka inn haframjölið eftir 4 og hálfan mánuð
ætla að sjá hvernig það kemur út :)


GrautarGleði

1 dl haframjöl - lífrænt ;)
soðið með 2 dl vatni, smá kanil og sjávarsalti
1 msk chia fræ
1/2 epli
smá hrísmjólk

Fátt betra til að byrja daginn !! 
 - Ásta sem er að gera og græja fyrir afmælisteiðið sitt á morgun

Thursday, October 13, 2011

Smoothie og Hlaupaskór

Góður sjúss svona seinnipart dags


Rísmjólk
1 dl frosin jarðarber
1 dl frosin bláber
1/2 banani
1 msk Hörfræolía
sluuurp.. ekki lengi að skella þessu í mig ! 

Ég má til með að deila með ykkur fínu fínu nýju hlaupaskónum mínum 


Ákvað að gera þetta almennilega í þetta skiptið og fór í göngugreiningu í flexor og fékk þessa líka fínu skó með utanfótarstyrkingu :) 
Mega ánægð með þá ! En er því miður tognuð í bakinu eins og er 
en vonandi kemst ég sem fyrst í crossfit aftur til þess að 
njóta þess að vera í nýju skónum mínum.

- Ásta

Wednesday, October 12, 2011

Hamborgari

Já! ég fæ mér stundum hamborgara.. 

..þá lítur hann svona út ! 
 
Ég tek 1 pakka af hakki og hræri egg saman við og mynda úr því buff, ég fæ alveg góð 3 buff úr því. Skelli því svo á grillið eins og venjulega. 
Hef Hveitikímsklatta neðst, stundum set ég grískt jógúrt á hann, svo buffið, fullt af grænmeti, var grand á því í dag og setti Feta líka. 
 
Ef fólk leggur í það að setja klatta ofan á líka þá er þetta eins og alvöru burger, en þetta er alveg flott fyrir mig svona :)  

- Ásta

Kjúklingasalat

Annar í afmæli ! Um að gera að dekra vel við sig í hádeginu ..
iceberg salat, paprika, gúrka, granat epli og kjúlli
Þetta var alveg eðal ! 
- Ásta

Tuesday, October 11, 2011

Afmælis

Í gær 10.10 átti ég afmæli !
yndislegur dagur sem endaði í köku og kósý hjá mömmu

Gerði Afmælisdöðlutertuna í tilefni dagsins ! :)
í þetta skiptið setti ég vínber, granat epli og smá bláber ! 

 Afmælisdekur hjá mömmu, kanil te með mmmm ..

Gaman væri að fá comment frá ykkur :)

- Ásta

Friday, October 7, 2011

Föstudagsgleði

mmmmmm
Hveitikíms pizza í ofninum hjá mér ! 
Pepparoni og skinka - frá kjarnafæði, Laukur, sveppir og ananas.  
Hveitikímspizza uppskrift HÉR 
 
- Ásta

OmmilettuHádegisHamingja

..gott að fá sér góðan hádegismat..
Ommiletta með salt og pipar, klettasalat, gúrka, avocado, smá rauðlaukur, gleði og hamingja á þessum fallega Föstudegi.

- Ásta

Thursday, October 6, 2011

Klettasalat með allskonar !

Salat.. Salat.. Salat.. 
 
Klettasalat, scrambled eggs, 1/2 avocado, rauð paprika og feta ostur. Þetta var glæpsamlega gott.. sérstaklega þar sem ég var búin að bíða í 1 og 1/2 klst á bráðavaktinni og orðin nokkuð þreytt og svöng að standa í því! 
-Ásta

Sushi

Átti yndislegt gærkvöld með eðal saumaklúbbs stelpunum mínum þar sem við hámuðum í okkur sushi eins og enginn væri morgundagurinn!
 

Anna Gyða var gestgjafinn og bauð okkur inná fallega heimið sitt

- Ásta

Wednesday, October 5, 2011

Súkkulaðikaka

jeb jeb ég sagði súkkulaðikaka ! 
Tengdó átti afmæli í gær, svo það var litið annað að gera en að skella í eina súkkulaðiköku í tilefni dagsins :)

 Skella öllu í matvinnsluvél og mixa þetta vel, setja það svo í form (ég nota sílikon og hefur það reynst mjög vel) !
 ..Svo er það að þjappa "deiginu" niður..
 ..súkkulaðikremið yfir..
 ..og smá skraut ef vill.. t.d. hnetur eða kókosmjöl..
 ..hérna er hún búin að vera inní frysti hún þarf að vera c.a. 1-2 klst áður en þið borðið hana ..
virkilega bragðgóð, ekki hefði verið verra að vera með ávexti með, einnig hægt að hafa smá rjóma með ef fólk vill það :) 

Súkkulaðikaka uppskrift: 
100 gr möndlur
200 gr döðlur 
- þetta legg ég í bleyti í c.a. 30 mín, einnig er líka hægt að setja c.a. 1/2 til 1 dl af vatni útí blönduna og mixa saman, degið verður að vera þannig að hægt sé að þjappa því niður. 
100 gr kókosmjöl
2 msk hreint kakóduft
1 tsk hreint vanilluduft /vanilludropar

- þetta er allt sett í matvinnsluvél og blandað vel saman.
- Setja þetta svo í kökuformið og þjappa vel niður. 

Súkkulaðikrem: 
1/2 dl kaldpressuð kókosolía
1/2 dl agavesýróp
1 msk hreint kakóduft

- setjið kókosolíuna(krukkuna) í skál og látið heitt vatn renna á hana svo hún verði fljótandi. 
- blandið svo allt öllu saman í skál og hrærið ! 
- Hellið yfir kökuna og látið kökuna vera inní frysti í 
c.a. 1-2 klst. 


Hægt er að gera margar útfærslur á þessari, t.d. setja hnetusmjör á botninn áður en súkkulaðinu er hellt yfir. Setja kókosmjöl eða hnetur ofan á kökuna. Einnig er gott að skera banana og láta á botninn áður en súkkulaðinu er hellt yfir. 

Um að gera að prófa sig áfram og nota það sem til er :) 

Verði ykkur að góðu ! 

- Ásta

P.s. ég veit að fólk er búið að vera í vandræðum með að koma commentum sínum inná síðuna.. mér þykir það ótrúlega leiðinlegt því ég vil gjarnan heyra frá ykkur svo 
endilega haldið áfram að reyna :)

Hveitikíms pizza með grænmeti

Þetta var í kvöldmatinn hjá mér í gær.. 
fljótlegt, þæginlegt og mjög svo bragðgott !
Hveitikímspizza: Uppskrift HÉR

 ég skellti bara því sem til var ofaná pizzuna.. paprika, laukur, sveppir, tómatur, smá piparost og pizzakrydd ! 

Bakaði hana inní ofni, ath mjög mikilvægt að setja olíu á bökunarpappírinn, annars festist þetta allt við! var með ofnin í 180°c og ætli þetta hafi ekki verið í c.a. 20 mín. 

Ef ykkur finnst klattinn ekki bakast nóg þá er gott að skella klattanum fyrst einum og sér inní ofn og skella svo pizzasósunni og öllu tilheyrandi ofaná og setja aftur inní ofn. 

-Ásta

Monday, October 3, 2011

4 mánuðir

Í dag eru akkurat 4 mánuðir síðan ég byrjaði að sleppa sykri og hveiti og það gæti ekki gengið betur! 
11 kg farin og ég er rétt að byrja, ummálsmælingar segja samt miklu meira og hvet ég alla þá sem að eru í eitthvernskonar átaki að finna sér eitthvern sem getur fitu og ummmálsmælt því það er miklu meira að marka þær tölur :) 

Ég fæ oft spurningar á hverju ég er, þetta er ekki neitt sérstakt enginn kúr eða þess háttar ég ákvað bara að hætta borða sykur og hveiti og þá meina ég líka spelt og heilhveiti og allt þetta! 
Ég hvet alla þá sem að vilja gera e-ð í sínum málum að kýla á það, það er engin afsökun til ! Ég byrjaði um sumarið og já ég fór í hveiti og sykurlausar útilegur :) 

Þetta snýst allt um hugarfarið og að skipuleggja sig ! Aldrei verða svo svöng að þið þráið ekkert meira en eitthvað stórt og feitt að borða ! Hugsa fram í tíman hvað þig ætlið að borða, taka nesti með í skólan eða vita af eitthverju sem er verið að selja sem þið getið borðað! og já þetta er dýrt og já þetta er vinna en vá hvað það er samt alveg þess virði!! :D

Einnig vil ég taka það fram að ég er engin sérfræðingur á þessu sviði ég er bara að deila eigin reynslu. 

Maí 2011


sept 2011
Þessar myndir segja kanski allt sem segja þarf ! 
- Ásta

Sunday, October 2, 2011

Sunnudags Ommiletta

Sunnudagssæla

Fátt betra en að fara út að hlaupa í rigningu og roki, koma svo heim og verðlauna sig með ljúffengum hádegismat. 


Ommiletta úr 2 eggjum og með steiktum sveppum og lauk. 
Ferskt salat ofaná með gúrku og kasjúhnetum. 
Smá balsamikedik fyrir augað og bragðlaukanna :)

- Ásta

Ab-mjólk

Það er næstum eins og að leita af nál í heystakki að finna jógúrt og skyr sem er ekki með sykri ! Það er alveg ótrúlegt hvað það er búið að troða sykri í allt.. 

Þetta eru sykurlausu jógúrt/skyr tegundirnar sem ég hef fundið: 
- Ab mjólk
- hreint skyr
- skyr.is með vanillubragði
- LGG+ jógúrt
- Kea skyrdrykkur 

Þetta er það sem ég man eftir núna.. 
en þær eru ekki mikið fleiri held ég :) 

Ég nota þessar vörur ekki mikið en þær geta verið ágætar ef maður er á ferðinni, þarf að grípa með sér t.d. nesti. 

Ég er mjög lítið fyrir súrt og set því oft e-ð útá 
t.d. Ab mjólkina til að reyna minnka súra bragðið. 

Hér er dæmi um það.. 

ég set c.a. hálfa tsk af lífrænu hnetusmjöri frá Sollu eða himneskri hollustu útá...
 

.. og hræra... 
 

 svo set ég 1/2 banana og rúsínur útá! 
Þetta verður mjög gott og það kemur smá hnetubragð af ab mjólkinni og ekki eins mikið súrt. namminamm.. !

- Ásta