Tuesday, November 29, 2011

Salsa Kjúklingasalat

..mm þetta var æði..


Uppskrift: 
1 kjúklingabringa, skorin í munnbita og steikt á pönnu, 
skellti smá salsasósu yfir og eldaði þangað til 
þeir voru gegnum steiktir. 
Salat: Spínat, gúrka, rauðlaukur, paprika, avocado.

Salatið skorið niður og raðað á disk, 
Salsakjúllinn settur yfir.. 

Njótið!

-Ásta

Afsakið bloggleysið

Ég er ekki hætt að blogga, það var mikið að gera í síðustu verkefnaskilum annarinnar og svo skrapp ég til Köben í 5 daga.

Planið var að halda matarræðinu óbreyttu, en það gekk ekki upp!
Ég ráfaði um strikið í leit af "hollustu" stöðum en fann ekkert enda hafði ég ekki tíma til að kynna mér slíkt áður en ég fór út svo ég var í 5 daga í köben að borða hveiti og sykur, aðalega fyrrnefnda og fór það misvel í mig.

Ég var orðin mjög spennt að koma heim á "mitt" matarræði og byrjaði það um leið og ég lenti á Íslandi aftur :)


Það kom í ljós að ég þyngdist ekkert úti svo ég ætla ekki að eyða neinum tíma í að sjá eftir því sem ég borðaði úti !

Nú eru prófin að byrja en ég ætla reyna að skella einu og einu bloggi inn í lærdómspásunum.

Það var mjög kalt en ljúft í köben :) Hér er mynd af sáttum H&M fíkli sem verslaði sér ný föt þar sem fataskápurinn var orðinn fullur af of stórum fötum.. kvarta ekki yfir því! 


-Ásta

Tuesday, November 15, 2011

Grillaður hveitikímsklatti m. pestó

Hádegis..
Grillaður hveitikímshlatti með pstó, rauðlauk, ost og spínati á milli. Fersk gúrka og avocado með ásamt grísku jógúrti.. mmm! 

- ég er ekki sú duglegasta að henda inn bloggi þessa dagana nóg að gera í skólanum.. en ég reyni að taka myndir af því sem ég borða þegar ég man eftir því og skelli því svo inn 
þegar ég hef tíma!

Takk fyrir allar heimsóknirnar - þetta er frábært! 

-Ásta

Kjúklingabringa - Kvöldmatur

Kjúklingabringa krydduð með eðal kjúklingakryddi 
frá pottagöldrum. 
Spínat, paprika, avocado, ólífur og grísk jógúrt.

Einfalt og þæginlegt.. 

- Ásta

Saturday, November 12, 2011

HveitikímsPizza með spínati og MexicoOst

þessi var sjúúúúúklega góð!


Hveitikímspizza uppskrift HÉR
á henni er : hunts pizzasósa, pizzaostur, rauðlaukur, paprika, spínat og mexico ostur. 

Kom skemmtilega á óvart þessi :) 
-Ásta

PróteinSmoothie með goji berjum

 Góður eftir æfingu!


hrísmjólk eftir þörfum 
lúka frosin jarðarber
stór msk Goji ber
1 msk hörfræolía
1 msk hreint prótein 

og blanda :) 

-Ásta

Wednesday, November 9, 2011

Mæling

Mælingin í morgun gekk æðislega vel ! 

5 1/2 mánuður = -15 kg og fullt af cm.

 Gleði - Hamingja - Vellíðan

- Ásta


Nesti

Brjálað að gera í skólanum
eins gott að vera með gott nesti fyrir langa daga !

Hveitikímsklatti (Uppskrift) með skinku og osti, Bankabygg salat með afgangskjúlla og allskonar grænmeti, Hámark, 
Banani og Gulrætur
 
-Ásta

Kjúklingasalat - Kvöldmatur

Ég elska Mangó

Spínat, kjúklingur með tandoori kryddi, gúrka, mangó, avocado.. 
Borðað með smá Saffran jógúrt sósu.. nomm nomm

-Ásta

PestóByggsalat

Þetta Bankabygg er algjörlega að bjarga mér í hádeginu !

PestóSalat:
2 dl bankabygg (soðið)
1 tsk grænt pestó
paprika
gúrka
avocado
ólífur
konfekt tómatar
oooog spínatblöð neðst..

einfalt og gott !

-Ásta

Monday, November 7, 2011

Ommiletta með mexico ost

nammi nammi namm 
Kvöldmatur: 
Ommiletta úr 2 eggjum, sveppir, paprika, rauðlaukur og mexico ostur á milli. 
Ferskt spínat með og Vatn að drekka.

- Ásta

Sunday, November 6, 2011

SúkkulaðiPróteinshake

Fátt betra en að fá sér próteinshake eftir ágætis SunnudagsMorgunskokk


Súkkulaðishake: 
Hrísmjólk eftir þörfum
 1/2 Banani
1 skeið Hreint prótein
1 tsk Lífrænt kakóduft
1 msk kasjúhnetur

Öllu skellt í blenderinn.. 

- Ásta

Saturday, November 5, 2011

BerjaBomba

Smoothie
Uppskrift fyrir 2: 
Kókosvatn eftir þörfum
2 dl Jarðaber
1 dl hindber
1 dl bláber
2 epli 
Öllu skellt í blenderinn... 

mm þetta var eins og krap nema bara betra!! 

- Ásta

Friday, November 4, 2011

PróteinSmoothie


uppskrift:
Epli
Pera
Frosin jarðarber
Kókosvatn eftir þörfum
1 skeið hreint prótein

- Skrældi eplið og peruna, skellti öllu í blenderinn! 

yumm... þessi var æði! 

-Ásta

Wednesday, November 2, 2011

ByggSalat í nesti

Þetta verður í hádegismat hjá mér.. mmm ég bíð sko spennt ! 


Bygg salat!
2 dl soðið Bankabygg
1 tómatur
Gúrka
1/2 avocado
1 lúka alfa spírur
2 tsk fetaostur

Frábært að sjá hvað það eru margir sem 
kíkja við á hverjum degi ! 

Gaman væri að fá comment frá ykkur líka :)

- Ásta

Safi í nesti

 Ætla vera dugleg að mynda það sem ég fer með sem nesti, það nota það margir sem afsökun að geta ekki borðað hollt afþví þeir eru í skóla og að það sé vesen og fleira og fleira.. 

Myndirnar verða ekki jafn djúsí og girnilegar þegar þetta er í flöskum og boxum en það bragðast jafn vel ;) 

Skellti þessu í safapressuna !

 - Grape, 2x appelsínur, 3x gulrætur,sítróna og engifer - 
Hellti þessu svo í flösku og ætla að taka með í skólann :)

 
Þetta væri hægt að græja kvöldið áður og geyma inní ísskáp! 
- Ásta

Próteinshake

Í tilefni af fyrstu crossfit æfingunni eftir mánaðar pásu ákvað ég að skella í einn góðan próteinshake!


Hrísmjólk
1 dl jarðarber
1 dl bláber
1/2 banani 
2 msk hreint prótein

Skella öllu í blenderinn, gott er að setja próteinið þegar búið er að blanda hinu saman :)

Æðibomba !

-Ásta

Tuesday, November 1, 2011

ByggSalat

Bankabygg er mjög gott og algjör snilld í salat!

ég sauð fyrir svefninn 2 dl af bankabyggi og 6 dl af vatni, lét þetta sjóða í 15 mín, slökkti svo undir og lét standa yfir nótt. Daginn eftir hrærði ég upp í þessu og sigtaði afgangsvatnið frá, setti í skál og inní ísskáp. 
Svo er hægt að taka smá af þessu og gera sér salat :) 

Í salatinu hér að ofan er 2 dl bankabygg(soðið), gúrka, gulrætur, rauðlaukur, lambhagasalat og 2 tsk af feta. 

í gær gerði ég samskonar salat og skellti því í box og tók með mér í nesti fyrir skólann... algjört æði!

-Ásta