Monday, December 12, 2011

Kjúklinga "Quesadilla"


Hveitikímsklatti með salsa sósu, kjúkling, rauðlauk og ost, borðað með iceberg ! 

Hveitikímsklatti uppskrift HÉR

Virkilega gott !

HÉR er facebook - Like síða. Þá getið þið séð þegar nýjar uppskriftir koma inn og annað skemmtilegt :)

kv. Ásta

Sunday, December 11, 2011

Pestó kjúklingasalat

Sunnudags ljúffengt !
Ofnbökuð kjúklingabringa, skorin í teninga og 
velt upp úr 1 tsk grænu pestói. 
Spínat, Iceberg salat, tómatur, gúrka, rauðlaukur. 

kv. Ásta

BláberjaogMangó smoothie

Flottur í próflestrinum!

Uppskrift: 
1 litli dolla vanillu skyr.is
1 dl frosin bláber
lúka frosið mangó
Hrísmjólk eftir þörfum

og blaaanda! 

nammiii 

kv. Ásta

Friday, December 9, 2011

HveitikímsPizza með spínati og grænmeti

Ef þið eruð ekki búin að prófa hveitikímspizzu gerið það þá NÚNA!

Þetta er svo mikil Snilld, létt og gott í magann.. ekki svona þungt eins og hlussu gerpizzur :) 

Það getur tekið nokkrar tilraunir að læra inn á þetta... mikilvægt er að baka botninn í ofninum fyrst!

Uppskrift: HÉR

Á þessari pizzu er: hunts pizzasósa, pizza ostur, spínat, laukur, paprika, sveppir, graskersfræjum og smá feta. 

Það er ótrúlega gaman að sjá hvað það eru alltaf margir sem kíkja við, gaman væri að fá e-ð comment og ekki hika við 
að spyrja ef það er e-ð :)

kv. Ásta

Kjúklingasalat

Kjúllasalat.. kjúllasalat.. þið verðir að afsaka það er allt vaðandi í kjúklingasalati hérna ! Það er bara svo 
þæginlegt og gott OG hollt !

Iceberg salat, tómatur, paprika, Tandoori kjúklingabringa og ristaðar kasjúhnetur !

kv. Ásta

Kjúklinga"vefja"

Hveitikímsklatti með Kjúklingabringu, grænmeti og 
grísku jógúrti sem er smurt á helming af klattanum.

Hægt væri að hafa salsasósu eða e-ð annað sem ykkur líkar ! 

kv. Ásta

Monday, December 5, 2011

Tandoori Kjúklingasalat

- Spínat - gúrka - gulrót - rauð paprika - Kjúklingabringa - 
1 msk graskera græ  -

Ég borðaði þetta með smá grísku jógúrti þar sem Tandoori kryddblandan var að hættu húsbóndans og því frekar sterk :)

Virkilega gott og vel þegið eftir hressandi CrossFit æfingu!
kv. Ásta

Salat með ofnbökuðu grænmeti

Ofnbakað grænmeti: rauðlaukur, gúrka, sæt kartafla, brokkólí og sveppir, allt skorið niður og látið í eldfast mót, smá olía sett yfir ásamt salt og pipar. 180°c í c.a. 40 mín. 

Spínat látið á disk,2 msk soðið bygg, grænmetið yfir, 
toppað með fetaosti ! 
mmmmm namm :) 

- Ásta