Friday, April 13, 2012

10 MÁNUÐIR

Það er ótrúlegt hvað tíminn líður !

Smá upprifjun.. svona var ég fyrir 10 mánuðum..




og svona var ég í morgun..

Já enn og aftur klikkaði ég á förðun og hárgreiðslu og jafnvel brúnkukreminu ?! 
En ég er lítið fyrir svoleiðis sparsl áður en ég tek morgunæfingu.. 

-25kg 

Ef ég gat þetta Þá getur þú það! 
Byrjaðu strax í dag :) 

Eigið góðan dag! 

- Ásta

Thursday, April 12, 2012

kjúklingabringa og franskar

Ofnbökuð kjúklingabringa: Kjúklingabringurnar eru settar í eldfast mót, blanda kryddblöndu í skál (tandori, cummin, kanil,) - þið getið notað það sem ykkur líkar. Setti 1 tsk agave sýrópi og 2 msk olífuolíu og hrærði saman. Penslaði svo bringurnar með kryddblöndunni. Gott að láta standa í smá stund. Síðan er þeim skellt inn í ofn í 40 mín á 180°C

Franskar: 1 stórbökunar kartafla skorin í strimla (ekki of stóra - þá er hún lengur að bakast) Skar svo 1 rauðlauk niður. Smá ólífuolía yfir ásamt salti, pipar og kartöflukryddi. Kartöflurnar eru bakaðar á 180°c í klst eða meira. Stingið í þær og finnið þegar þær eru tilbúnar.

Borið fram með salatblöndu og feta osti. 

Verði ykkur að góðu! 
-Ásta

Monday, April 2, 2012

HveitikímsPizza með spínati og sætum kartöflum


Hveitikímspizza uppskrift HÉR

Á þessari er, hunts pizza sósa, pizza ostur, spínat, sætarkartöflur, 
rauðlaukur, sveppir, paprika og fetaostur.. 

..mmmmm.. 

Verði ykkur að góðu! 

- Ásta