Friday, January 27, 2012

Grillaður hveitikímsklatti m. mexico ost


Grillaður hveitikímsklatti. 
á milli: ostur, smá mexico ostur, paprika, 
rauðlaukur, kjúklingabringa
Borðað með klettasalati

- Ásta

Rauðrófusafi


 

Uppskrift: 
1 rauðrófa
1 grape aldin
2 sellerístilkar
1 cm engifer

- öllu skellt í safapressuna 

- Ásta

Kjúklinga tortilla með guacamole


Hveitikímsklatti: Uppskrift  HÉR 
Spínat og 1/2 kjúklingabringa á milli ásamt 
heimagerðu guacamole. 

Guacamole Uppskrift: 
1 avocado
1/4 rauðlaukur
1 tómatur
1 hvítlauksrif
smá sítrónusafi 

mmmm þetta var súper ! 

Verði ykkur að góðu

- Ásta

Hafragrautur með kókos og eplum

 1 dl grófir hafrar 
2 dl vatn 
- sjóða 

1 msk chia fræ, epli og kókosmjöl sett útá.

- Ásta

Wednesday, January 18, 2012

Ljúffeng kaka

Þessa uppskrift fékk ég senda en ég breytti henni þó smá. 
Það er mjög sjaldan sem ég fer alveg eftir uppskriftum er mikið fyrir að breyta þeim eins og mér hentar :) 

 Ég er mikill uppskriftasafnari og tek öllum hugmyndum fagnandi endilega sendið mér línu astak10@gmail.com 


Uppskrift: 
200 gr döðlur
100 gr möndlur
100 gr kókosmjöl
1/2 tsk vanilluduft

- Döðlur og möndlur lagðar í bleyti í 30 mín.
- Öllu skellt í matvinnsluvél og hakka vel saman svo er botninum þrýst í kökuform. Ég nota alltaf hringlaga sílíkon form það er algjör snilld fyrir svona hráfæðikökur því það er svo 
gott að taka þær úr forminu.
-Botninn er næst látin í frost í 30 mín. 

1 góð msk lífrænt hnetusmjör
- Botninn er tekinn úr frysti og hnetusmjörinu er smurt ofan á. (ég var með hnetusmjörið inn í ísskáp og var það mjög hart, ég lét það í 1 mín á afþýðingu í örbylgju þá var það mjúkt og gott).
- Botninn aftur settur inn í frysti í 30 mín. 

Krem: 
1/2 dl kókosolía
1/2 dl kakóduft
1 dl agave sýróp
- Öllu hrært saman og því smurt á kökuna og enn og aftur er kakan sett í frystinn. 
Smá dúllerí en hún er mjög góð :) 

Verði ykkur að góðu! 
-Ásta

Indversk kjúklingabringa með grænmeti

Kjúklingabringa með kryddblöndu að hætti húsbóndans
Skellt í ofnin í 40 mín ásamt grænmetinu
Sætar kartöflur, rófur og rauðlaukur
Undir þessu öllu saman er spínat og ferskur kóríander

Þar sem kryddblandan var mjög sterk en góð þá skellti ég smá grískri jógúrt með þessu

- Ásta

BankabyggSalat hádegisnesti

2 dl Soðið Bankabygg, mangó, gúrka, paprika, spínat, 
smá ferskt kóríander og smá fetaostur. 

Öllu skellt saman í box með loki. 

- Ásta

Tuesday, January 17, 2012

Grillaður hveitikímsklatti

Hveitikímsklatti með ost, sólþurrkuðum tómötum, rauðlauk og papriku. Skellt í grillið í nokkrar mín. 
Spínat, gúrka og fetaostur með. 

Einfalt og gott! 

- Ásta

Saturday, January 14, 2012

Desember - árangur

Hver segir að desember þurfi að vera sukk mánuður?! 

Þyngd: - 5 kg
Fitu%: -2,5 %
Brjóst: - 4 cm
Mitti: - 7 cm
Magi: - 11 cm
Læri: - 2cm
Handl.: - 2,5 cm

Svona myndir eru alltaf slæmar en ég læt hana flakka! 

 Klikkaði reyndar á því að mála mig ótrúlega mikið og fara í hárgreiðslu á "eftir" myndinni ... bæti úr því næst ;)

Nú er ég búin að vera í 7 mánuði í "breyttum lífsstíl" 
20 kg léttari og aldrei liðið betur ! 
-Ásta

Monday, January 9, 2012

hádegisgott !


1 egg, 1 eggjahvíta, sveppir, rauðlaukur, smá pipar..
salat:klettasalat, gúrka, konfekt tómatar, 3 döðlur og feta

eigið góðan dag !
-Ásta


Thursday, January 5, 2012

kjúklingasalat

svo ljúft að fá sér gott salat í  hádeginu

 
klettasalat,spínat, vínber, gúrka, avocado og kjúklingabringa
 
-Ásta 
 

Tuesday, January 3, 2012

góðan dag

Morgungrauturinn er alltaf á sínum stað

ég mæli međ grófum höfrum úr heilsuhornum í verslunum, 
mun betra en t.d. sol gryn..
1 dl grófir hafrar
2 dl vatn
smá kanill
og svo rúsínur ofan á þegar hann er sođinn

-Ásta

Sunday, January 1, 2012

NýársBlogg

Heil og sæl ! 

Afsakið bloggleysið. Ég er búin að hafa mig alla við að halda rétt á spöðunum í þessum desember mánuði svo það hafa ekki komið margar færslur frá mér, en nú mun ég bæta úr því :) 

 Nú kveð ég gamla árið og 20 kg líka og er mjög spennt fyrir 2012 og nýjum markmiðum og hollustu og gleði ! 

Gleðilegt nýtt ár 
kæru lesendur og takk fyrir frábærar móttökur. 
Jólin 2010

Jólin 2011

og bíðið bara eftir mynd frá jólunum 2012 ;)
- Ásta