Monday, February 27, 2012

SúkkulaðiShake

Uppskrift: 

3 dl Léttmjólk / Hrismjólk / Soja eða það sem hentar þér
1 banani
1 msk lífrænt kakóduft
1 góð tsk hnetusmjör
1/2 dl haframjöl 
Klakar

- Öllu skellt í blender og drukkið með bestu lyst :) 

- Ásta

Friday, February 24, 2012

Árangur júní - febrúar !

EIN MYND SEGIR MEIRA EN ÞÚSUND ORÐ ! 


Þegar ég byrjaði á breyttu mataræði þá var mjög erfitt að finna e-ð sem ég gat borðað, fyrstu vikuna var þetta frekar einhæft og óspennandi því ákvað ég fljótlega að búa til síðu með von um að auðvelda næsta manni vinnuna

Ég hef fengið góðar viðtökur og það eru mjög margir sem að kíkja inn á síðunna á hverjum degi og er ég þakklát fyrir það.

Kæra fólk! ég er ekki að reyna selja ykkur neina skyndilausn, ekkert duft, pillur eða aðgerðir!! 
Hollt matarræði og hreyfing er allt sem þarf

í von um að hafa áhrif á einhverja sem eru í sömu sporum 
og ég var í júní 2011  !

Bestu kveðjur, 
Ásta

Monday, February 20, 2012

Kelp núðlur

Solla á gló er oft að pósta réttum dagsins með kelp núðlum og ég freistaðist til að kaupa svona í búðinni til þess að prófa

Ég gerði WOK núðlu rétt úr þeim.. ég veit nú ekki hvort hráfæði Solla sé glöð með það en bragðgóður var hann :) 


Kelp núðlur Uppskrift: 
Lagði núðlurnar í bleyti í c.a. 15 mín og skolaði svo vel af þeim, í leiðbeiningum segir að maður eigi að þerra þær en ég sá ekki ástæðu til þess þar sem ég var með þær í sósu. 

3 kjúklingabringur
Skornar í munnbita og steiktar á pönnu. 

Sósa: 
1 dl möndlur - lagðar í bleyti í 30 mín eða lengur
4 msk Tamari sósa
2 msk sítrónusafi
1 msk rifin engiferrót
1 msk agave sýróp
2 hvítlauksrif
1/2 rautt chilli 
1 bolli vatn 
- öllu skellt i blender, bætið við vatni eftir þörfum eða þar til hún er hæfilega þunn.

Grænmeti: 
Paprika
gulrætur
Laukur
- Skar grænmetið í þunna strimla og steikti á pönnu

- Slá egg saman og steikja með grænmetinu
- kjúklingurinn settur með á WOK pönnuna og sósunni bætt við. 
-Núðlurnar eru settar saman við í lokin rétt til 
að hita þær upp. 

yum yum ! 

Verði ykkur að góðu
- Ásta

Hveitikímsvefja!




Hveitikímsvefja uppskrift: 

Hún er gerð alveg eins og hveitikíms pizzan.. 
60 gr hveitikím 
4 msk vatn

- hræra þessu saman í skál
- mynda bollu
- klessa bollunni á milli tveggja bökunarpappíra og þrýsta ofan á með t.d. skurðarbretti
- Þrýsta svolítið vel þannig að kakan verði mjög þunn
- baka inn í ofni á 180°C í c.a. 15 mín 

og svo er tilvalið að setja hvað sem manni dettur í hug á milli 

á myndinni var ég með afganga frá kvöldinu áður, kjúklingabringu, ofnbakaðar sætarkartöflur og rauðlauk ásamt spínati og klettasalati. 

Svo rúllaði ég þessu upp eins og á Serrano og tók með í hádegisnesti fyrir skólan 

Bara snilld ! 

Verði ykkur að góðu 

- Ásta

Saturday, February 18, 2012

Grillaður hveitikímsklatti


 
Grillaður hveitikímsklatti: á milli er ostur, laukur, paprika, kjúklingaálegg og þetta var borðað með klettasalati, 
gúrku, avocado og smá balsamic sýrópi.

-Ásta

Thursday, February 9, 2012

NÝTT

Var að setja inn dæmi úr matardagbók ! 
Getið skoðað það hér að ofan við hliðiná "hollustu" flipanum. 

- Ásta