Tuesday, September 25, 2012

Tómatsúpa



Uppskrift
1 kg plómutómatar
- skerið tómatana í tvennt, hellið smá olíu yfir ásamt salt og pipar. Eldið þá við 180°c í 40 mín inni í ofni. 

1 laukur
4 hvítlauksrif
1/2 chilli
- Steikjið upp úr olíu í potti þar til laukurinn er orðin mjúkur. 

2 stk tómatar í dós (sykurlausir - heilsuhorn)
3 bollar vatn
1 grænmetisteningur
1/4 lúka fersk basilika
- leyfið að sjóða í smá stund 

Bætið síðast ofnbökuðu tómötunum við ásamt salt og pipar eftir smekk og maukið svo súpuna. 

Borið fram með ofnbökuðum hveitikímsklatta með osti og pizzakryddi. 

Verði ykkur að góðu! 

- Ásta

Saturday, September 22, 2012

chia grautur


Mig hefur lengi langað að prófa chia graut. 
Yndislega var hann góður.

Chia grautur
2 dl möndlumjólk
3 msk chia fræ

Setjið í skál og látið standa í 10 - 15 min, gott að hræra af og til í

Í þennan notaði ég frosin hindber.. mmmmmm

Eigið góðan dag!

-Ásta

Wednesday, September 19, 2012

DöðluBrúnkur


Uppskrift: 
100 gr smjör
70 gr hnetusmjör
60 gr palm sugar
1 msk hunang
100 gr döðlur
- Bræðið í potti og leyfið döðlunum að mýkjast, þá maukaði ég allt saman með töfrasprota eða setjið í matvinnsluvél. 

100 gr haframjöl
- bætt útí pottinn og látið standa i 10 mín

2 egg
- hrærið eggjum saman við með sleif og 
bætið síðan restinni af hráefnunum. 

1 tsk vanilludropar/duft
60 gr maismjöl
1 tsk matarsódi
1/4 tsk salt

Mótið í ferkanntaða köku á bökunarpappír c.a. 1 cm þykkt 
og bakið við 180°C í 15 mín. 
Kælið kökuna og skerið niður í hæfilega stórar kökur. 
Gott er að geyma kökurnar í poka inn í ísskáp eða frysti. 



Verði ykkur að góðu! 
- Ásta

Tuesday, September 18, 2012

lax og sætkartöflumús



Laxinn
2 msk olía
2 msk Sítrónusafi
1 msk Hunang
2 hvítlauksgeirar - pressaðir
2 cm engifer - rifið

Laxinn settur í eldfast mót, hráefnum blandað saman og sett yfir laxinn. 
Salt og pipar eftir smekk.
Ofninn á 180°c í 15 - 20 min.

Sætkartöflumús
1 sætkartafla
25 gr smjör
Salt og pipar eftir smekk

Skrælið kartöfluna og sjóðið  þar til hún er mjúk í gegn.
Stappið hana með smjörinu og látið salt og pipar.

Borið fram með salati, gott að hafa grískt jógúrt með

Verði ykkur að góðu

-Ásta

Sunday, September 16, 2012

Matseðill- Skipulag

Ég geri matseðil fyrir vikuna og það er þvílíkur munur.  
Þá losnar maður líka við að reyna finna uppá eitthverju 
til að borða þegar maður er orðinn þreyttur 
eftir langan skóla/vinnudag.


Ég set inn t.d. Kjúkling en er kannski með ákveðna hugmynd hvernig rétt ég ætla að gera en 
ég læt það ráðast þegar nær dregur. Það fer eftir því 
hvað er til á heimilinu þann daginn svo ég þurfi að versla sem minnst og nýta það sem til er :) 

- Ásta

Thursday, September 6, 2012

PiriPiri kjúklingur


Kjúklingabringur: skornar í tvennt og kryddaðar með Piripiri.
Franskar: Sætarkartöflur skornar í strimla, smá olía yfir, pipar, salt og smá tímían.

Látið inn í ofn í 40 mín við 180°C

Borið fram með salati og grískri jógúrt

Verði ykkur að góðu !

- Ásta