Thursday, April 28, 2016

Snickerskakan - sú allra besta !

Jæja nú ætla ég að láta verða að því að byrja aftur að deila með ykkur hollum og einföldum uppskriftum. Ég prófaði mig mikið áfram og hef gert margar útfærslur af svona snickers köku.. þessi er sú allra besta: 



Hráefni:
Botn: 
200 gr möndlur
200 gr döðlur
1 dl hnetusmjör
1 msk kókosolía 

Salthnetur á milli 

Karmellu súkkulaði:
1 dl lífrænt hlynsýróp
1 dl kókosolía
1 dl hnetusmjör
1/2 dl kakó
1 tsk vanilla (hægt að nota vanilludropa eða smá af hreinu vanilludufti)

Aðferð: 
1. Setjið öll hráefnin fyrir botninn í matvinnsluvél eða öflugan blender og blandið saman. Það er allt í góðu þó svo að allt maukist ekki saman það er líka gott að hafa botninn svolítið grófann. 
2. Ég set bökunarpappír í lítið form sem má fara í frysti og 
þjappa svo botninum þar ofan í.
3. Stráið salthnetum yfir botninn, smekksatriði hversu mikið. 
4. Setjið hráefnin fyrir karmellusúkkulaðið í blender og hellið svo ofan á kökuna. Ath. þið getið bætt við eða minkað kakóið bara eftir því hversu mikið eða lítið súkkulaði bragð þið viljið hafa af kreminu. 
5. Svo er bara að skella kökunni í frysti og njóta. 

Mér finnst frábært að taka kökuna úr frysti og skera í litla munnbita og geyma hana svoleiðis í poka inni í frysti. Þá er svo auðvelt að næla sér í einn mola með kaffinu... já eða þrjá :) 

Verði ykkur að góðu ! 
- Ásta