Showing posts with label Morgunmatur. Show all posts
Showing posts with label Morgunmatur. Show all posts

Saturday, September 22, 2012

chia grautur


Mig hefur lengi langað að prófa chia graut. 
Yndislega var hann góður.

Chia grautur
2 dl möndlumjólk
3 msk chia fræ

Setjið í skál og látið standa í 10 - 15 min, gott að hræra af og til í

Í þennan notaði ég frosin hindber.. mmmmmm

Eigið góðan dag!

-Ásta

Thursday, August 30, 2012

Morgunmaturinn

Vaknaðu aðeins fyrr á morgnanna og gefðu þér tíma fyrir morgunmat heima áður en þú leggur af stað í skóla eða vinnu.


Huggulegt hjá mér í morgun með hafragraut og nýja IKEA blaðið

Eigið góðan dag !

- Ásta

Tuesday, May 22, 2012

Spari hafragrautur

1 dl tröllahafrar
2 dl vatn 
(ég vil hafa hann þykkan, 3 dl ef þið viljið það ekki) 

- sjóða í c.a. 5 mín 

Hálfur banani og jarðaber útá

- Ásta

Friday, January 27, 2012

Hafragrautur með kókos og eplum

 1 dl grófir hafrar 
2 dl vatn 
- sjóða 

1 msk chia fræ, epli og kókosmjöl sett útá.

- Ásta

Tuesday, January 3, 2012

góðan dag

Morgungrauturinn er alltaf á sínum stað

ég mæli međ grófum höfrum úr heilsuhornum í verslunum, 
mun betra en t.d. sol gryn..
1 dl grófir hafrar
2 dl vatn
smá kanill
og svo rúsínur ofan á þegar hann er sođinn

-Ásta

Wednesday, October 26, 2011

Góðan dag!

Morgungrauturinn var á sínum stað!

1 dl haframjöl, 2 og 1/2 af vatni
1 msk chia fræ
lífrænt epli
döðlur
kókosflögur
hrísmjólk


Gerði kókos muffins tilraun í gær, ætla aðeins að þróa þessa 
uppskrift lengra áður en ég læt ykkur fá hana :) 
- Ásta

Tuesday, October 18, 2011

Hafragrautur með meiru !

..Chia fræ í grautinn minn..
HÉR er hægt að lesa um chia fræ m.a.

 og svo epli.. og möndlur..
 oooog hræra !
Þetta er bara snilld til að byrja daginn !

-Ásta

Friday, October 14, 2011

MorgunGrauturinn

Ég ákvað að taka inn haframjölið eftir 4 og hálfan mánuð
ætla að sjá hvernig það kemur út :)


GrautarGleði

1 dl haframjöl - lífrænt ;)
soðið með 2 dl vatni, smá kanil og sjávarsalti
1 msk chia fræ
1/2 epli
smá hrísmjólk

Fátt betra til að byrja daginn !! 
 - Ásta sem er að gera og græja fyrir afmælisteiðið sitt á morgun

Sunday, October 2, 2011

Ab-mjólk

Það er næstum eins og að leita af nál í heystakki að finna jógúrt og skyr sem er ekki með sykri ! Það er alveg ótrúlegt hvað það er búið að troða sykri í allt.. 

Þetta eru sykurlausu jógúrt/skyr tegundirnar sem ég hef fundið: 
- Ab mjólk
- hreint skyr
- skyr.is með vanillubragði
- LGG+ jógúrt
- Kea skyrdrykkur 

Þetta er það sem ég man eftir núna.. 
en þær eru ekki mikið fleiri held ég :) 

Ég nota þessar vörur ekki mikið en þær geta verið ágætar ef maður er á ferðinni, þarf að grípa með sér t.d. nesti. 

Ég er mjög lítið fyrir súrt og set því oft e-ð útá 
t.d. Ab mjólkina til að reyna minnka súra bragðið. 

Hér er dæmi um það.. 

ég set c.a. hálfa tsk af lífrænu hnetusmjöri frá Sollu eða himneskri hollustu útá...
 

.. og hræra... 
 

 svo set ég 1/2 banana og rúsínur útá! 
Þetta verður mjög gott og það kemur smá hnetubragð af ab mjólkinni og ekki eins mikið súrt. namminamm.. !

- Ásta