Showing posts with label Salat. Show all posts
Showing posts with label Salat. Show all posts

Tuesday, August 28, 2012

HádegisSalat

Ég vil byrja á að þakka ykkur fyrir góðar viðtökur!
Ég á ekki til orð yfir það hversu glöð ég er með þetta :)


Ég elska að fá mér salat í hádeginu í þessu salati eru tvær lúkur af spínati, 2 "scrambled eggs", 
smá sæt íslensk paprika, rifin gulrót og avocado. 

Monday, August 13, 2012

ÁvaxtaSalat


Þetta er uppáhalds desertinn minn þessa dagana

Sniðugt og fljótleg lausn ef þú átt von á gestum :) 

í þessi Salati eru bláber, jarðaber, epli, 
appelsína, melóna, vínber og pera. En það er algjörlega hægt að nota hvaða ávexti sem er verður alltaf gott..!
Skera allt smátt og skella í eina stóra skál og hræra saman.

Þetta bragðast mjög vel eitt og sér, einnig er líka hægt að hafa rjóma með eða bera fram með uppáhalds hrákökunni ykkar. 
Verði ykkur að góðu! 
- Ásta


Tuesday, May 8, 2012

SumarSalat

Litríkt og ljúffengt!


Í þessu salati er: klettasalatblanda, avocado, radísur, mangó, rauð paprika, furuhnetur og fetaostur! 

Afsakið bloggleysið! Ég er með fullt af flottum myndum og uppskriftum sem munu koma inn á næstu dögum. 

Takk fyrir allar heimsóknirnar! án þeirra væri ég ekki að þessu og ekki hika við að senda mér línu :) 

- Ásta


Wednesday, March 21, 2012

Kjúklingasalat


Ég elska að gera hádegis-kjúklingasalat úr afgangskjúlla 
frá því úr kvöldmatnum deginum áður. 

Í þessu salati er spínat, klettasalat, avocado, paprika, gúrka, kjúklingabringa og fetaostur.

algjör snilld! 

- Ásta 

Friday, March 9, 2012

TúnfiskSalat

Ég er alveg sjúk í túnfisksalat og get því borðar þetta svona eitt og sér í hádegismat með bestu lyst einnig er þetta 
tilvalið sem Hollari útgáfa af Túnfisksalati ofan á hveitikímsklatta eða hrökkbrauð. 

Uppskrift: 
1 dós Túnfiskur í vatni
1 soðið egg
3 stórar msk kotasæla (bætið við eftir þörfum)
Rauð paprika
Rauðlaukur 

- Hrærið öllu saman og njótið vel :) 

- Ásta

Wednesday, January 18, 2012

Indversk kjúklingabringa með grænmeti

Kjúklingabringa með kryddblöndu að hætti húsbóndans
Skellt í ofnin í 40 mín ásamt grænmetinu
Sætar kartöflur, rófur og rauðlaukur
Undir þessu öllu saman er spínat og ferskur kóríander

Þar sem kryddblandan var mjög sterk en góð þá skellti ég smá grískri jógúrt með þessu

- Ásta

BankabyggSalat hádegisnesti

2 dl Soðið Bankabygg, mangó, gúrka, paprika, spínat, 
smá ferskt kóríander og smá fetaostur. 

Öllu skellt saman í box með loki. 

- Ásta

Thursday, January 5, 2012

kjúklingasalat

svo ljúft að fá sér gott salat í  hádeginu

 
klettasalat,spínat, vínber, gúrka, avocado og kjúklingabringa
 
-Ásta 
 

Sunday, December 11, 2011

Pestó kjúklingasalat

Sunnudags ljúffengt !
Ofnbökuð kjúklingabringa, skorin í teninga og 
velt upp úr 1 tsk grænu pestói. 
Spínat, Iceberg salat, tómatur, gúrka, rauðlaukur. 

kv. Ásta

Friday, December 9, 2011

Kjúklingasalat

Kjúllasalat.. kjúllasalat.. þið verðir að afsaka það er allt vaðandi í kjúklingasalati hérna ! Það er bara svo 
þæginlegt og gott OG hollt !

Iceberg salat, tómatur, paprika, Tandoori kjúklingabringa og ristaðar kasjúhnetur !

kv. Ásta

Monday, December 5, 2011

Tandoori Kjúklingasalat

- Spínat - gúrka - gulrót - rauð paprika - Kjúklingabringa - 
1 msk graskera græ  -

Ég borðaði þetta með smá grísku jógúrti þar sem Tandoori kryddblandan var að hættu húsbóndans og því frekar sterk :)

Virkilega gott og vel þegið eftir hressandi CrossFit æfingu!
kv. Ásta

Salat með ofnbökuðu grænmeti

Ofnbakað grænmeti: rauðlaukur, gúrka, sæt kartafla, brokkólí og sveppir, allt skorið niður og látið í eldfast mót, smá olía sett yfir ásamt salt og pipar. 180°c í c.a. 40 mín. 

Spínat látið á disk,2 msk soðið bygg, grænmetið yfir, 
toppað með fetaosti ! 
mmmmm namm :) 

- Ásta

Tuesday, November 29, 2011

Salsa Kjúklingasalat

..mm þetta var æði..


Uppskrift: 
1 kjúklingabringa, skorin í munnbita og steikt á pönnu, 
skellti smá salsasósu yfir og eldaði þangað til 
þeir voru gegnum steiktir. 
Salat: Spínat, gúrka, rauðlaukur, paprika, avocado.

Salatið skorið niður og raðað á disk, 
Salsakjúllinn settur yfir.. 

Njótið!

-Ásta

Wednesday, November 9, 2011

Kjúklingasalat - Kvöldmatur

Ég elska Mangó

Spínat, kjúklingur með tandoori kryddi, gúrka, mangó, avocado.. 
Borðað með smá Saffran jógúrt sósu.. nomm nomm

-Ásta

PestóByggsalat

Þetta Bankabygg er algjörlega að bjarga mér í hádeginu !

PestóSalat:
2 dl bankabygg (soðið)
1 tsk grænt pestó
paprika
gúrka
avocado
ólífur
konfekt tómatar
oooog spínatblöð neðst..

einfalt og gott !

-Ásta

Wednesday, November 2, 2011

ByggSalat í nesti

Þetta verður í hádegismat hjá mér.. mmm ég bíð sko spennt ! 


Bygg salat!
2 dl soðið Bankabygg
1 tómatur
Gúrka
1/2 avocado
1 lúka alfa spírur
2 tsk fetaostur

Frábært að sjá hvað það eru margir sem 
kíkja við á hverjum degi ! 

Gaman væri að fá comment frá ykkur líka :)

- Ásta

Tuesday, November 1, 2011

ByggSalat

Bankabygg er mjög gott og algjör snilld í salat!

ég sauð fyrir svefninn 2 dl af bankabyggi og 6 dl af vatni, lét þetta sjóða í 15 mín, slökkti svo undir og lét standa yfir nótt. Daginn eftir hrærði ég upp í þessu og sigtaði afgangsvatnið frá, setti í skál og inní ísskáp. 
Svo er hægt að taka smá af þessu og gera sér salat :) 

Í salatinu hér að ofan er 2 dl bankabygg(soðið), gúrka, gulrætur, rauðlaukur, lambhagasalat og 2 tsk af feta. 

í gær gerði ég samskonar salat og skellti því í box og tók með mér í nesti fyrir skólann... algjört æði!

-Ásta

Tuesday, October 18, 2011

Salat með túnfisk

Salatæði
mmm hádegis ljúfengt ! 
Iceberg salat, túnfiskur í vatni, rauð paprika, 
smá rauðlaukur og gúrka

galdurinn við gott salat er að skera allt mjög fallega niður og raða þessu fallega á diksinn þá er svo gaman að borða salatið! 
-Ásta

Wednesday, October 12, 2011

Kjúklingasalat

Annar í afmæli ! Um að gera að dekra vel við sig í hádeginu ..
iceberg salat, paprika, gúrka, granat epli og kjúlli
Þetta var alveg eðal ! 
- Ásta

Thursday, October 6, 2011

Klettasalat með allskonar !

Salat.. Salat.. Salat.. 
 
Klettasalat, scrambled eggs, 1/2 avocado, rauð paprika og feta ostur. Þetta var glæpsamlega gott.. sérstaklega þar sem ég var búin að bíða í 1 og 1/2 klst á bráðavaktinni og orðin nokkuð þreytt og svöng að standa í því! 
-Ásta