Showing posts with label Smoothie/Safi. Show all posts
Showing posts with label Smoothie/Safi. Show all posts

Thursday, March 7, 2013

Banana&Hnetuís

Banana og hnetuís


Uppskrift: 

2 frosnir bananar
2 góðar tsk lífrænt hnetusmjör
1 1/2 dl hrísmjólk 

- ég mixaði þetta með töfrasprota en einnig er 
hægt að nota blender. 

- ég skar niður tvo banana í gær og skellti í frysti til að prófa þetta í dag og þetta var sjúklega gott ! 

Frekar góður skammtur þannig þetta er mjög fínt fyrir tvo 
já eða eina ólétta :) Djók

Verði ykkur að góðu ! 

- Ásta

Friday, August 31, 2012

Græna þruman

Er alltaf jafn góð og gefur manni góða orku fyrir daginn! 


..Í þessari er mangó, ananas, banani, spínat, 
engifer, eplasafi, greentea powder og chiafræ..

Njótið þess að vera til! 

og ef ykkur leiðist um helgina þá verð ég í Kolaportinu á laugardaginn endilega kíkjið við :)

- Ásta

Saturday, August 25, 2012

Mangó Ís

Þessa uppskrift fékk ég frá Lilju sem vinnur með mér :)
Þetta er of gott til að vera satt! 




Uppskrift:
1 banani
2 bollar frosið mangó
200 ml hrísmjólk (eða önnur mjólk)

- öllu skellt í blender, eða mauka með töfrasprota 
svo er gaman að setja þetta í fallega skál eða glas og borða með skeið :)

Verðu ykkur að góðu!
- Ásta

Friday, August 10, 2012

Græna þruman



Þessi er alltaf jafn góður!

2 lúkur af spínati
Banani
Mangó
Smá eplasafi
Vatn
1 msk chia fræ
2 cm engifer smátt skorið

Öllu blandað saman og drukkið með bestu lyst!

Afsakið bloggleysið er búin að vera í smá fríi 
en kem sterk inn núna :) 

Bestu kveðjur, 
Ásta

Monday, February 27, 2012

SúkkulaðiShake

Uppskrift: 

3 dl Léttmjólk / Hrismjólk / Soja eða það sem hentar þér
1 banani
1 msk lífrænt kakóduft
1 góð tsk hnetusmjör
1/2 dl haframjöl 
Klakar

- Öllu skellt í blender og drukkið með bestu lyst :) 

- Ásta

Friday, January 27, 2012

Rauðrófusafi


 

Uppskrift: 
1 rauðrófa
1 grape aldin
2 sellerístilkar
1 cm engifer

- öllu skellt í safapressuna 

- Ásta

Sunday, December 11, 2011

BláberjaogMangó smoothie

Flottur í próflestrinum!

Uppskrift: 
1 litli dolla vanillu skyr.is
1 dl frosin bláber
lúka frosið mangó
Hrísmjólk eftir þörfum

og blaaanda! 

nammiii 

kv. Ásta

Saturday, November 12, 2011

PróteinSmoothie með goji berjum

 Góður eftir æfingu!


hrísmjólk eftir þörfum 
lúka frosin jarðarber
stór msk Goji ber
1 msk hörfræolía
1 msk hreint prótein 

og blanda :) 

-Ásta

Sunday, November 6, 2011

SúkkulaðiPróteinshake

Fátt betra en að fá sér próteinshake eftir ágætis SunnudagsMorgunskokk


Súkkulaðishake: 
Hrísmjólk eftir þörfum
 1/2 Banani
1 skeið Hreint prótein
1 tsk Lífrænt kakóduft
1 msk kasjúhnetur

Öllu skellt í blenderinn.. 

- Ásta

Saturday, November 5, 2011

BerjaBomba

Smoothie
Uppskrift fyrir 2: 
Kókosvatn eftir þörfum
2 dl Jarðaber
1 dl hindber
1 dl bláber
2 epli 
Öllu skellt í blenderinn... 

mm þetta var eins og krap nema bara betra!! 

- Ásta

Friday, November 4, 2011

PróteinSmoothie


uppskrift:
Epli
Pera
Frosin jarðarber
Kókosvatn eftir þörfum
1 skeið hreint prótein

- Skrældi eplið og peruna, skellti öllu í blenderinn! 

yumm... þessi var æði! 

-Ásta

Wednesday, November 2, 2011

Safi í nesti

 Ætla vera dugleg að mynda það sem ég fer með sem nesti, það nota það margir sem afsökun að geta ekki borðað hollt afþví þeir eru í skóla og að það sé vesen og fleira og fleira.. 

Myndirnar verða ekki jafn djúsí og girnilegar þegar þetta er í flöskum og boxum en það bragðast jafn vel ;) 

Skellti þessu í safapressuna !

 - Grape, 2x appelsínur, 3x gulrætur,sítróna og engifer - 
Hellti þessu svo í flösku og ætla að taka með í skólann :)

 
Þetta væri hægt að græja kvöldið áður og geyma inní ísskáp! 
- Ásta

Próteinshake

Í tilefni af fyrstu crossfit æfingunni eftir mánaðar pásu ákvað ég að skella í einn góðan próteinshake!


Hrísmjólk
1 dl jarðarber
1 dl bláber
1/2 banani 
2 msk hreint prótein

Skella öllu í blenderinn, gott er að setja próteinið þegar búið er að blanda hinu saman :)

Æðibomba !

-Ásta

Wednesday, October 26, 2011

Hressandi

Skellti þessu í safapressuna
- mikið engifer = flensubani ! 



Glasið var bara fyrir myndatöku, en ég lét safan í flösku 
og tók með mér í nesti fyrir skólann :) 

- Ásta

Tuesday, October 25, 2011

Flensubani

Þessi flensa ætlar að sitja sem fastast !
fékk mér vítamínbombu í glasi
2 epli, greip, 2 mandarínur, 4 gulrætur og engiferbút.
Allt sett í safapressu.. 


Útúr þessu fékk ég 2 svona glös :) 

-Ásta

Thursday, October 13, 2011

Smoothie og Hlaupaskór

Góður sjúss svona seinnipart dags


Rísmjólk
1 dl frosin jarðarber
1 dl frosin bláber
1/2 banani
1 msk Hörfræolía
sluuurp.. ekki lengi að skella þessu í mig ! 

Ég má til með að deila með ykkur fínu fínu nýju hlaupaskónum mínum 


Ákvað að gera þetta almennilega í þetta skiptið og fór í göngugreiningu í flexor og fékk þessa líka fínu skó með utanfótarstyrkingu :) 
Mega ánægð með þá ! En er því miður tognuð í bakinu eins og er 
en vonandi kemst ég sem fyrst í crossfit aftur til þess að 
njóta þess að vera í nýju skónum mínum.

- Ásta

Tuesday, September 20, 2011

Græna þruman

Allt er vænt sem vel er GRÆNT !

Uppskrift: 
handfylli Spínat
handfylli mangó (ég nota frosið)
nokkrir ananasbitar (frosnir) 
Eplasafi eftir þörfum
smá bútur engifer
allt sett í blender og svo drukkið með bestu lyst! 

- góð vinkona mín benti mér á að sniðugt væri að geyma spínatið inní frysti því oft verður það "sveitt" í pokanum.

verði ykkur að góðu ! :)

- Ásta