Showing posts with label Eftirréttur/Kökur. Show all posts
Showing posts with label Eftirréttur/Kökur. Show all posts

Thursday, March 7, 2013

Banana&Hnetuís

Banana og hnetuís


Uppskrift: 

2 frosnir bananar
2 góðar tsk lífrænt hnetusmjör
1 1/2 dl hrísmjólk 

- ég mixaði þetta með töfrasprota en einnig er 
hægt að nota blender. 

- ég skar niður tvo banana í gær og skellti í frysti til að prófa þetta í dag og þetta var sjúklega gott ! 

Frekar góður skammtur þannig þetta er mjög fínt fyrir tvo 
já eða eina ólétta :) Djók

Verði ykkur að góðu ! 

- Ásta

Saturday, August 25, 2012

Mangó Ís

Þessa uppskrift fékk ég frá Lilju sem vinnur með mér :)
Þetta er of gott til að vera satt! 




Uppskrift:
1 banani
2 bollar frosið mangó
200 ml hrísmjólk (eða önnur mjólk)

- öllu skellt í blender, eða mauka með töfrasprota 
svo er gaman að setja þetta í fallega skál eða glas og borða með skeið :)

Verðu ykkur að góðu!
- Ásta

Thursday, August 23, 2012

Bláberjaskyrkaka


Í gærkvöldi ákvað ég að búa til skyrköku úr því sem til var á heimilinu og heppnaðist svona líka vel! 

Það er ekkert smá gaman að vera í tilraunastarfsemi með þessi yndislegu íslensku bláber :) 

Uppskrift: 
Botn: 
100 gr möndlur
50 gr heslihnetur
50 gr Tröllahafrar
- hakka gróft í matvinnsluvél og setja í skál
1dl kókosmjöl
1 tsk kanill
- blanda þessu saman við
3 msk agavesýróp
- setjið agavesýrópið síðast og hrærið vel þannig blandan verður örlítið klístruð

Ofaná:
1 litil dós skyr.is vanillu
3 dl bláber
- mauka bláberin við skyrið
1 peli rjómi
- þeyta rjóman og bæta svo bláberjablöndunni við hann, hræra vel og smyrja ofan á botninn. 

Setjið í kæli í 1 klst og borðið með bestu lyst :) 


Verði ykkur að góðu
- Ásta

Monday, August 13, 2012

ÁvaxtaSalat


Þetta er uppáhalds desertinn minn þessa dagana

Sniðugt og fljótleg lausn ef þú átt von á gestum :) 

í þessi Salati eru bláber, jarðaber, epli, 
appelsína, melóna, vínber og pera. En það er algjörlega hægt að nota hvaða ávexti sem er verður alltaf gott..!
Skera allt smátt og skella í eina stóra skál og hræra saman.

Þetta bragðast mjög vel eitt og sér, einnig er líka hægt að hafa rjóma með eða bera fram með uppáhalds hrákökunni ykkar. 
Verði ykkur að góðu! 
- Ásta


Saturday, March 17, 2012

Súkkulaðikaka með banana

 Ég prófaði að gera súkkulaðikökuna um daginn og ég bætti við þunnum banana sneiðum ofan á kökuna áður en ég 
lét kremið yfir og svo allt inn í frysti! 
Það kom virkilega vel út :)

Uppskrift af súkkulaðikökunni er: HÉR

Það er mjög sniðugt að eiga svona köku inn í fyrsti og svo er hægt að brjóta smá og smá af henni ef manni langar í e-ð sætt

- Ásta

Wednesday, January 18, 2012

Ljúffeng kaka

Þessa uppskrift fékk ég senda en ég breytti henni þó smá. 
Það er mjög sjaldan sem ég fer alveg eftir uppskriftum er mikið fyrir að breyta þeim eins og mér hentar :) 

 Ég er mikill uppskriftasafnari og tek öllum hugmyndum fagnandi endilega sendið mér línu astak10@gmail.com 


Uppskrift: 
200 gr döðlur
100 gr möndlur
100 gr kókosmjöl
1/2 tsk vanilluduft

- Döðlur og möndlur lagðar í bleyti í 30 mín.
- Öllu skellt í matvinnsluvél og hakka vel saman svo er botninum þrýst í kökuform. Ég nota alltaf hringlaga sílíkon form það er algjör snilld fyrir svona hráfæðikökur því það er svo 
gott að taka þær úr forminu.
-Botninn er næst látin í frost í 30 mín. 

1 góð msk lífrænt hnetusmjör
- Botninn er tekinn úr frysti og hnetusmjörinu er smurt ofan á. (ég var með hnetusmjörið inn í ísskáp og var það mjög hart, ég lét það í 1 mín á afþýðingu í örbylgju þá var það mjúkt og gott).
- Botninn aftur settur inn í frysti í 30 mín. 

Krem: 
1/2 dl kókosolía
1/2 dl kakóduft
1 dl agave sýróp
- Öllu hrært saman og því smurt á kökuna og enn og aftur er kakan sett í frystinn. 
Smá dúllerí en hún er mjög góð :) 

Verði ykkur að góðu! 
-Ásta

Monday, October 31, 2011

Súkkulaðikaka

Langaði svo ótrúlega að gera súkkulaðikökuna (þessa) 
um helgina en ég átti ekki möndlur og notaði 100 gr valhnetukjarna í staðinn ! Ekki síðra ;)
Endalaust hægt að breyta og leika sér með þessa uppskrift! 

 Skellti kókosflögum yfir!


Og borðað með nokkrum bananasneiðum.. jammí! 


- Ásta

Friday, October 28, 2011

Súkkulaðibúðingur

mmm þetta var alveg æði !


Uppskrift - fínt fyrir tvo
1 stórt avókadó, afhýtt og steinhreinsað
1 og 1/2 dl Kókosvatn
6 Döðlur
2 msk Kakóduft
1 og 1/2 msk agavesýróp
hnífsoddur himalayasalt

Allt sett í matvinnsluvél nema kókosvatnið er sett smátt og smátt. 
Blanda mjög vel, gott að setja einnig í blenderinn þá verður þetta silkimjúkt! 
Sett í litla skál og inní ísskáp í c.a. 30 mín eða meira. 

Flott að skreyta með möndluflögum, jarðaberi 
eða bara því sem ykkur dettur í hug!

Verði ykkur að góðu ! 
- Ásta

Tuesday, October 11, 2011

Afmælis

Í gær 10.10 átti ég afmæli !
yndislegur dagur sem endaði í köku og kósý hjá mömmu

Gerði Afmælisdöðlutertuna í tilefni dagsins ! :)
í þetta skiptið setti ég vínber, granat epli og smá bláber ! 

 Afmælisdekur hjá mömmu, kanil te með mmmm ..

Gaman væri að fá comment frá ykkur :)

- Ásta

Wednesday, October 5, 2011

Súkkulaðikaka

jeb jeb ég sagði súkkulaðikaka ! 
Tengdó átti afmæli í gær, svo það var litið annað að gera en að skella í eina súkkulaðiköku í tilefni dagsins :)

 Skella öllu í matvinnsluvél og mixa þetta vel, setja það svo í form (ég nota sílikon og hefur það reynst mjög vel) !
 ..Svo er það að þjappa "deiginu" niður..
 ..súkkulaðikremið yfir..
 ..og smá skraut ef vill.. t.d. hnetur eða kókosmjöl..
 ..hérna er hún búin að vera inní frysti hún þarf að vera c.a. 1-2 klst áður en þið borðið hana ..
virkilega bragðgóð, ekki hefði verið verra að vera með ávexti með, einnig hægt að hafa smá rjóma með ef fólk vill það :) 

Súkkulaðikaka uppskrift: 
100 gr möndlur
200 gr döðlur 
- þetta legg ég í bleyti í c.a. 30 mín, einnig er líka hægt að setja c.a. 1/2 til 1 dl af vatni útí blönduna og mixa saman, degið verður að vera þannig að hægt sé að þjappa því niður. 
100 gr kókosmjöl
2 msk hreint kakóduft
1 tsk hreint vanilluduft /vanilludropar

- þetta er allt sett í matvinnsluvél og blandað vel saman.
- Setja þetta svo í kökuformið og þjappa vel niður. 

Súkkulaðikrem: 
1/2 dl kaldpressuð kókosolía
1/2 dl agavesýróp
1 msk hreint kakóduft

- setjið kókosolíuna(krukkuna) í skál og látið heitt vatn renna á hana svo hún verði fljótandi. 
- blandið svo allt öllu saman í skál og hrærið ! 
- Hellið yfir kökuna og látið kökuna vera inní frysti í 
c.a. 1-2 klst. 


Hægt er að gera margar útfærslur á þessari, t.d. setja hnetusmjör á botninn áður en súkkulaðinu er hellt yfir. Setja kókosmjöl eða hnetur ofan á kökuna. Einnig er gott að skera banana og láta á botninn áður en súkkulaðinu er hellt yfir. 

Um að gera að prófa sig áfram og nota það sem til er :) 

Verði ykkur að góðu ! 

- Ásta

P.s. ég veit að fólk er búið að vera í vandræðum með að koma commentum sínum inná síðuna.. mér þykir það ótrúlega leiðinlegt því ég vil gjarnan heyra frá ykkur svo 
endilega haldið áfram að reyna :)

Thursday, September 22, 2011

Afmælisdöðluterta

Siggi minn átti afmæli 11 september sl. og vorum við að halda uppá afmælið að sjálfsögðu sykur og hveitilaust.
Maður var svolítið smeikur við þetta til að byrja með en ég ákvað að skella í köku sem að ég fann inná CafeSigrún - sem er alveg snilldar síða!

Kakan heppnaðist svona líka æðislega! Og vakti mikla lukku hjá fólkinu hvort sem það var í hveiti og sykurlausu fæði eða ekki! 

AFMÆLISDÖÐLUTERTA





- Ásta

Tuesday, September 20, 2011

Quinoa kaka

Það er hægt að gera fullt af góðum eftirréttum sem að innihalda hvorki sykur né hveiti, hérna er eitt dæmi um það.. 


 Kakan verður frekar blaut en er mjög góð með smá rjóma og svo ferskum ávöxtum með !


Uppskrift: 
2 dl smátt saxaðar döðlur
1 dl smátt saxaðar brúnaðar aprikósur
1 dl rúsinur
salt af hnífsoddi
1 tsk vanilluduft
1 tsk kanill
lítill biti engiferrót u.þ.b. 1 cm 
7 dl eplasafi
2 dl quinoa

Aðferð: 
Setjið allt í pott og látið sjóða í um 20 mín við vægan hita eða þar til allur vökvinn er gufaður upp. Hellið í hringlaga form (t.d. 26 cm í þvermál), þjappið og látið kökuna kólna og stífna (ég setti formið í frystinn því ég er svo óþolinmóð!) 
Skreytið með ferskum ávöxtum, þurristuðum hnetum og möndlum, gott er að hafa þeyttan rjóma með.

Verði ykkur að góðu !

- Ásta