Showing posts with label Matur. Show all posts
Showing posts with label Matur. Show all posts

Thursday, September 6, 2012

PiriPiri kjúklingur


Kjúklingabringur: skornar í tvennt og kryddaðar með Piripiri.
Franskar: Sætarkartöflur skornar í strimla, smá olía yfir, pipar, salt og smá tímían.

Látið inn í ofn í 40 mín við 180°C

Borið fram með salati og grískri jógúrt

Verði ykkur að góðu !

- Ásta

Thursday, April 12, 2012

kjúklingabringa og franskar

Ofnbökuð kjúklingabringa: Kjúklingabringurnar eru settar í eldfast mót, blanda kryddblöndu í skál (tandori, cummin, kanil,) - þið getið notað það sem ykkur líkar. Setti 1 tsk agave sýrópi og 2 msk olífuolíu og hrærði saman. Penslaði svo bringurnar með kryddblöndunni. Gott að láta standa í smá stund. Síðan er þeim skellt inn í ofn í 40 mín á 180°C

Franskar: 1 stórbökunar kartafla skorin í strimla (ekki of stóra - þá er hún lengur að bakast) Skar svo 1 rauðlauk niður. Smá ólífuolía yfir ásamt salti, pipar og kartöflukryddi. Kartöflurnar eru bakaðar á 180°c í klst eða meira. Stingið í þær og finnið þegar þær eru tilbúnar.

Borið fram með salatblöndu og feta osti. 

Verði ykkur að góðu! 
-Ásta

Monday, April 2, 2012

HveitikímsPizza með spínati og sætum kartöflum


Hveitikímspizza uppskrift HÉR

Á þessari er, hunts pizza sósa, pizza ostur, spínat, sætarkartöflur, 
rauðlaukur, sveppir, paprika og fetaostur.. 

..mmmmm.. 

Verði ykkur að góðu! 

- Ásta

Friday, March 16, 2012

Föstudagspizzan..

 ..slær alltaf í gegn ! mmm

á þessari er hunts pizzasósa, ostur, spínat, rauðlaukur, 
paprika, sveppir og fetaostur..

Þetta er miklu auðveldara en það lítur út fyrir að vera, ótrúlega fljótlegt, þæginlegt og virkilega bragðgott!
Hvet alla til að prófa
:) 

Uppskrift: Hér

Verði ykkur að góðu! 

-Ásta

Monday, February 20, 2012

Kelp núðlur

Solla á gló er oft að pósta réttum dagsins með kelp núðlum og ég freistaðist til að kaupa svona í búðinni til þess að prófa

Ég gerði WOK núðlu rétt úr þeim.. ég veit nú ekki hvort hráfæði Solla sé glöð með það en bragðgóður var hann :) 


Kelp núðlur Uppskrift: 
Lagði núðlurnar í bleyti í c.a. 15 mín og skolaði svo vel af þeim, í leiðbeiningum segir að maður eigi að þerra þær en ég sá ekki ástæðu til þess þar sem ég var með þær í sósu. 

3 kjúklingabringur
Skornar í munnbita og steiktar á pönnu. 

Sósa: 
1 dl möndlur - lagðar í bleyti í 30 mín eða lengur
4 msk Tamari sósa
2 msk sítrónusafi
1 msk rifin engiferrót
1 msk agave sýróp
2 hvítlauksrif
1/2 rautt chilli 
1 bolli vatn 
- öllu skellt i blender, bætið við vatni eftir þörfum eða þar til hún er hæfilega þunn.

Grænmeti: 
Paprika
gulrætur
Laukur
- Skar grænmetið í þunna strimla og steikti á pönnu

- Slá egg saman og steikja með grænmetinu
- kjúklingurinn settur með á WOK pönnuna og sósunni bætt við. 
-Núðlurnar eru settar saman við í lokin rétt til 
að hita þær upp. 

yum yum ! 

Verði ykkur að góðu
- Ásta

Hveitikímsvefja!




Hveitikímsvefja uppskrift: 

Hún er gerð alveg eins og hveitikíms pizzan.. 
60 gr hveitikím 
4 msk vatn

- hræra þessu saman í skál
- mynda bollu
- klessa bollunni á milli tveggja bökunarpappíra og þrýsta ofan á með t.d. skurðarbretti
- Þrýsta svolítið vel þannig að kakan verði mjög þunn
- baka inn í ofni á 180°C í c.a. 15 mín 

og svo er tilvalið að setja hvað sem manni dettur í hug á milli 

á myndinni var ég með afganga frá kvöldinu áður, kjúklingabringu, ofnbakaðar sætarkartöflur og rauðlauk ásamt spínati og klettasalati. 

Svo rúllaði ég þessu upp eins og á Serrano og tók með í hádegisnesti fyrir skólan 

Bara snilld ! 

Verði ykkur að góðu 

- Ásta

Saturday, February 18, 2012

Grillaður hveitikímsklatti


 
Grillaður hveitikímsklatti: á milli er ostur, laukur, paprika, kjúklingaálegg og þetta var borðað með klettasalati, 
gúrku, avocado og smá balsamic sýrópi.

-Ásta

Friday, January 27, 2012

Grillaður hveitikímsklatti m. mexico ost


Grillaður hveitikímsklatti. 
á milli: ostur, smá mexico ostur, paprika, 
rauðlaukur, kjúklingabringa
Borðað með klettasalati

- Ásta

Kjúklinga tortilla með guacamole


Hveitikímsklatti: Uppskrift  HÉR 
Spínat og 1/2 kjúklingabringa á milli ásamt 
heimagerðu guacamole. 

Guacamole Uppskrift: 
1 avocado
1/4 rauðlaukur
1 tómatur
1 hvítlauksrif
smá sítrónusafi 

mmmm þetta var súper ! 

Verði ykkur að góðu

- Ásta

Wednesday, January 18, 2012

Indversk kjúklingabringa með grænmeti

Kjúklingabringa með kryddblöndu að hætti húsbóndans
Skellt í ofnin í 40 mín ásamt grænmetinu
Sætar kartöflur, rófur og rauðlaukur
Undir þessu öllu saman er spínat og ferskur kóríander

Þar sem kryddblandan var mjög sterk en góð þá skellti ég smá grískri jógúrt með þessu

- Ásta

Tuesday, January 17, 2012

Grillaður hveitikímsklatti

Hveitikímsklatti með ost, sólþurrkuðum tómötum, rauðlauk og papriku. Skellt í grillið í nokkrar mín. 
Spínat, gúrka og fetaostur með. 

Einfalt og gott! 

- Ásta

Monday, January 9, 2012

hádegisgott !


1 egg, 1 eggjahvíta, sveppir, rauðlaukur, smá pipar..
salat:klettasalat, gúrka, konfekt tómatar, 3 döðlur og feta

eigið góðan dag !
-Ásta


Monday, December 12, 2011

Kjúklinga "Quesadilla"


Hveitikímsklatti með salsa sósu, kjúkling, rauðlauk og ost, borðað með iceberg ! 

Hveitikímsklatti uppskrift HÉR

Virkilega gott !

HÉR er facebook - Like síða. Þá getið þið séð þegar nýjar uppskriftir koma inn og annað skemmtilegt :)

kv. Ásta

Friday, December 9, 2011

Kjúklinga"vefja"

Hveitikímsklatti með Kjúklingabringu, grænmeti og 
grísku jógúrti sem er smurt á helming af klattanum.

Hægt væri að hafa salsasósu eða e-ð annað sem ykkur líkar ! 

kv. Ásta

Tuesday, November 15, 2011

Kjúklingabringa - Kvöldmatur

Kjúklingabringa krydduð með eðal kjúklingakryddi 
frá pottagöldrum. 
Spínat, paprika, avocado, ólífur og grísk jógúrt.

Einfalt og þæginlegt.. 

- Ásta

Saturday, November 12, 2011

HveitikímsPizza með spínati og MexicoOst

þessi var sjúúúúúklega góð!


Hveitikímspizza uppskrift HÉR
á henni er : hunts pizzasósa, pizzaostur, rauðlaukur, paprika, spínat og mexico ostur. 

Kom skemmtilega á óvart þessi :) 
-Ásta

Monday, November 7, 2011

Ommiletta með mexico ost

nammi nammi namm 
Kvöldmatur: 
Ommiletta úr 2 eggjum, sveppir, paprika, rauðlaukur og mexico ostur á milli. 
Ferskt spínat með og Vatn að drekka.

- Ásta

Monday, October 31, 2011

Hádegis

scrambled eggs, Quinoa salat og tómatsneiðar

í Quinoa salatinu er... paprika, maís, gúrka og rauðlaukur.

- Ásta

Tuesday, October 25, 2011

Kvöldmatur - Kjúklingabringa

Kjúklingabringa, salat og ofnbakað grænmeti
- hafði enga stjórn á þessu salati svo kjúklingabringan er týnd þarna undir :)


Kjúklingabringa með piripiri og eðal kjúklingakryddi frá pottagöldrum, 
sett í ofn í c.a. 40 mín. 
Ofnbakað grænmeti: Rauðlaukur, zukini, grasker, gulrætur og kartafla. 
Allt skorið í teninga og sett í eldfast mót, olía yfir og salt og pipar, er inní ofninum þar til kartaflan er orðin mjúk. 

- saffran jógúrtsósa er svo þarna með.. 

- Ásta

Hádegis Ommiletta


Steikti sveppi, papriku og lauk á pönnu. 
Gerði ommilettu með 2 eggjum, salt og pipar, setti svo grænmetið á milli. 

svo dass af feta ofaná, og ískalt klakavatn með..

..mmmmm..

- Ásta