Wednesday, October 5, 2011

Súkkulaðikaka

jeb jeb ég sagði súkkulaðikaka ! 
Tengdó átti afmæli í gær, svo það var litið annað að gera en að skella í eina súkkulaðiköku í tilefni dagsins :)

 Skella öllu í matvinnsluvél og mixa þetta vel, setja það svo í form (ég nota sílikon og hefur það reynst mjög vel) !
 ..Svo er það að þjappa "deiginu" niður..
 ..súkkulaðikremið yfir..
 ..og smá skraut ef vill.. t.d. hnetur eða kókosmjöl..
 ..hérna er hún búin að vera inní frysti hún þarf að vera c.a. 1-2 klst áður en þið borðið hana ..
virkilega bragðgóð, ekki hefði verið verra að vera með ávexti með, einnig hægt að hafa smá rjóma með ef fólk vill það :) 

Súkkulaðikaka uppskrift: 
100 gr möndlur
200 gr döðlur 
- þetta legg ég í bleyti í c.a. 30 mín, einnig er líka hægt að setja c.a. 1/2 til 1 dl af vatni útí blönduna og mixa saman, degið verður að vera þannig að hægt sé að þjappa því niður. 
100 gr kókosmjöl
2 msk hreint kakóduft
1 tsk hreint vanilluduft /vanilludropar

- þetta er allt sett í matvinnsluvél og blandað vel saman.
- Setja þetta svo í kökuformið og þjappa vel niður. 

Súkkulaðikrem: 
1/2 dl kaldpressuð kókosolía
1/2 dl agavesýróp
1 msk hreint kakóduft

- setjið kókosolíuna(krukkuna) í skál og látið heitt vatn renna á hana svo hún verði fljótandi. 
- blandið svo allt öllu saman í skál og hrærið ! 
- Hellið yfir kökuna og látið kökuna vera inní frysti í 
c.a. 1-2 klst. 


Hægt er að gera margar útfærslur á þessari, t.d. setja hnetusmjör á botninn áður en súkkulaðinu er hellt yfir. Setja kókosmjöl eða hnetur ofan á kökuna. Einnig er gott að skera banana og láta á botninn áður en súkkulaðinu er hellt yfir. 

Um að gera að prófa sig áfram og nota það sem til er :) 

Verði ykkur að góðu ! 

- Ásta

P.s. ég veit að fólk er búið að vera í vandræðum með að koma commentum sínum inná síðuna.. mér þykir það ótrúlega leiðinlegt því ég vil gjarnan heyra frá ykkur svo 
endilega haldið áfram að reyna :)

No comments:

Post a Comment