Thursday, September 22, 2011

Hveitikímsklatti

Letidagur í dag ! 
Fékk mér grillaða hveitikíms samloku 
í kvöldmatinn


Setti ost, skinku (frá Kjarnafæði), tómat, smá lauk, papriku. Skellti þessu í samlokugrilluð, skar svo ferskt salat og gúrku.

Gæti ekki verið mikið einfaldara ! 
Ágætis redding fyrir svangan maga :) 

Hveitikímsklatti Uppskrift: 

30 gr hveitikím
2 og 1/2 msk. vatn
salt og pipar ef vill

Þetta er hrært saman og verður eins og þykkur grautur, mótað í hringlaga klatta.Hægt er að smyrja bökunarpappír með olíu og setja hveitikímsbolluna á, láta annan bökunarpappír ofan á og fletja út með því að þrýsta skurðarbrettu ofan á.

 Steikt á pönnu uppúr smá olíu c.a. 2 mín á hvorri hlið fer eftir þykkt klattans. Eða baka inní ofni c.a. 5 mín.  

Ath. hægt er að nota hvaða krydd sem er, t.d. oregano, paprikukrydd, pizzakrydd. 

Einnig er gott að setja fræ utaná klattan til að breyta til. 
Gangi ykkur vel!

-Ásta 

8 comments:

  1. það er tilraun 3 í gangi hjá mér og ég bara skil ekki hvernig maður fær hveitikímið til að festast saman hvað þá alla leið á pönnuna, ég er algjör nígræðingur í eldhúsinu og þetta er snilldar síða hjá þér Ásta:)

    ReplyDelete
  2. Þú verður að hræra vel saman, setur bara í skál og hrærir með t.d. gaffli, þetta lítur út fyrir að vera of þurrt í fyrstu en svo verður þetta ein klessa :) Gangi þér vel og ekki gefast upp!

    ReplyDelete
  3. Prófaði þessa uppskrift hjá þér, gerði 2 klatta og gerði samloku. Geðveikt! Hefði aldrei dottið í hug að hveitikím gæti bragðast svona vel því ég varla þori að setja heila matskeið útí sheikinn minn því ég finn svo mikið bragð, en topp uppskrift takk fyrir! :)

    ReplyDelete
  4. Er hægt að nota heilhveiti í staðinn fyrir hveitikím?

    ReplyDelete
    Replies
    1. ég hef ekki prufað það, ég tók út allt hveiti.
      En þú getur eflaust fundið bara aðrar uppskriftir sem eru með heilhveiti :)

      Delete
  5. Er þetta notað sem millimál eða heil máltíð? :)

    ReplyDelete