Thursday, September 29, 2011

Hveitikíms pizza

Þetta er algjörlega uppáhaldið mitt þessa dagana !



Hveitikíms pizza
Uppskrift: 
60 gr Hveitikím 
5 msk af vatni
Krydd: t.d. salt og pipar eða pizzukrydd.

Aðferð: 
Hræri þessu saman í skál, móta bollu með höndunum. Set bolluna á olíusmurðan bökunarpappír og legg annan olíusmuraðbökunarpappír ofaná "bolluna". Tek svo t.d. skurðarbretti og legg ofaná og þrýsti þannig að bollan verður flöt. 
Ég vil hafa pizzuna þunnbotna og þrýsti því vel niður. 
Svo setur maður hunts pizzasósu og pizzaost, svo bara allt það sem ykkur langar til. 

Næst er það að baka pizzuna, mér finnst best að setja hana á grillið en þá hita ég grillið vel upp áður og set pizzuna í svona ál kökuform - sjá mynd að neðan. Passa að hafa grillið bara lokað ekki vera alltaf að kíkja því þá er grillið fljótt að kólna og pizzan bakast ekki heldur brennir bara undir !

Einnig er hægt að setja pizzuna inní ofn á 180°c. Mikilvægt er að baka bara botninn fyrst í c.a. 10 -15 mín setja svo á hann og hafa inn í ofni þar til osturinn er vel bráðnaður og 
pizzan orðin djúsí !!


 

Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu !!

Gaman væri að fá comment frá ykkur :)

- Ásta

18 comments:

  1. Ó namm! ég fékk mér hveitikímspizzu á la ásta í kvöldmatinn! Fyrsta pizzan sem hefur komið rétt/vel út hjá mér ;)

    ReplyDelete
  2. Ég tala af eigin reynslu þegar ég segi að hún sé gómsæt!

    ReplyDelete
  3. Best að skella í eina svona í kvöld handa mér :)

    ReplyDelete
  4. Ætla að gera einu sinni enn tilraun til að borða hveitikím ( get reyndar borðað það út á jógúrt ) en þegar ég hræri þetta með vatni og kryddi og baka/steiki þá kemur alltaf upp svona lýsisbragð...og ég fæ hroll...finnst allar uppskriftirnar þínar geggjaðar og vil svo geta borðað hveitikím í allt, myndi henta mér fullkomlega þar sem ég borða ekki brauð og langar samt svo í ostasamloku með grænmeti í hádeginu ( þá með hveitikími ) hehe
    Takk fyrir síðuna, hún er fróðleg, skemmtileg og hjálpar manni mikið :) til hamingju svo með árangurinn :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir það :)
      Ekki gefast upp.. prófaðu að setja fræblöndu utaná klattana áður en þú "klessir" þá niður. Það minnkar bragðið.. en þeir virðast fara mis vel í fólk en oft er þetta eins og með sushi.. þetta venst vel ;)
      Gangi þér vel !

      Delete
  5. er með eina í ofninum nuna, hvað a hun að vera lengi og á hvað háum hita :)? já og æðislegar uppskriftir hjá þér, er einmitt að taka mig á núna og reyna komast i gott form :) vantaði einmitt einhverjar sona hollustu uppskriftir
    kv Vala

    ReplyDelete
    Replies
    1. Sæl, flott að heyra, er búin að uppfæra bloggið. Gott að hafa ofnin á 180°c og baka bara botninn í 10-15 mín. Hvernig heppnaðist pizzan ?
      og flott að heyra gangi þér ótrúlega vel og ekki hika við að senda mér skilaboð ef þú vilt spyrja um e-ð :)

      Delete
  6. Hvar fær maður svona hveitikím?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Sæl hveitikím fæst orðið allstaðar. Þetta er geymt í kæli, stundum í hollustuhornum eða bara í mjólkurkælinum :)

      Delete
  7. Getur þú nokkuð sagt mér hvað stendur framan á pakkanum ég er búin að leita í tveimur Bónusbúðum og fann þetta hvergi?
    Ég er nefnilega snillingur sem er buin að vera gera hveitiKLÍÐ klatta hélt ég væri með hveitikím og skildi ekkert afhverju ég þurfti að nota miklu meira vatn en í uppskriftunum þínum.
    Fattaði þetta loks í fjórða sinn sem ég gerði hveitiKLIÐ klatta og pizzur hahaha

    ReplyDelete
    Replies
    1. Helena það stendur bara hveitikím en þetta er inn í grænmetisdeildinni í bonusbúðinni sem ég verla í ;)

      Delete
  8. VÁ! Þvílík snilld, trúi ekki að ég hafi verið að prófa þessa uppskrift fyrst núna, algjör unaður!! Takk fyrir mig ;*

    ReplyDelete
  9. Girnilegt :) Hvað er þetta stór uppskrift, þ.e. dugar hún fyrir 2 svanga?

    ReplyDelete
  10. Rakst alveg fyrir tilviljun a síðuna þína þar sem ég var að googla og finna eitthvað til að gera úr hveitikim og mmm skellti strax í þessa og á sko eftir að gera þessa fljotlega aftur , rosa góð :)

    ReplyDelete
  11. Veit þetta er orðin gömul færsla, en pizza en er jafngóð fyrir það! Var að prófa búa hana til núna, þvílíka snilldin!

    ReplyDelete