Tuesday, August 28, 2012

HádegisSalat

Ég vil byrja á að þakka ykkur fyrir góðar viðtökur!
Ég á ekki til orð yfir það hversu glöð ég er með þetta :)


Ég elska að fá mér salat í hádeginu í þessu salati eru tvær lúkur af spínati, 2 "scrambled eggs", 
smá sæt íslensk paprika, rifin gulrót og avocado. 

Monday, August 27, 2012

Gulrótar og Sætkartöflusúpa

Uppskrift: 
1 laukur
2 hvítlauksgeirar
4 cm engiferrót
1/2 - 1 rautt chilli
1 líter vatn
grænmetiskraftur
600 gr gulrætur
1 sæt kartafla
Salt og pipar

1. Látið góða msk af olíu í pott og steikið lauk, engifer og chilli, hvítlauknum er svo bætt við. 

2. hellið vatninu útí ásamt grænmetistening og 

leyfið suðunni að koma upp. 
3. Bætið gulrótum og sætri kartöflu út í og sjóðið þar til grænmetið er orðið mjúkt. 

4. Þá á að mauka súpuna saman, ég nota töfrasprota en það er líka hægt að nota matvinnsluvél. 
5. í lokin má bæta við vatni þar til súpan er orðin eins og þið viljið hafa hana og salt&pipar eftir smekk. 


Gott er að gera súpuna fram með grískri jógurt fyrir þá sem vilja ekki hafa hana of sterka :) 


Verði ykkur að góðu

- Ásta

Saturday, August 25, 2012

Fyrir og Eftir myndir

Það er ágætt að rifja nógu oft upp hversu langt maður 
hefur náð með því að skoða gamlar myndir 
því það er ótrúlegt hvað maður er fljótur að gleyma. 
Setti saman myndir frá 2011 og 2012.




Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi :) 

Bestu kveðjur, 
Ásta

Mangó Ís

Þessa uppskrift fékk ég frá Lilju sem vinnur með mér :)
Þetta er of gott til að vera satt! 




Uppskrift:
1 banani
2 bollar frosið mangó
200 ml hrísmjólk (eða önnur mjólk)

- öllu skellt í blender, eða mauka með töfrasprota 
svo er gaman að setja þetta í fallega skál eða glas og borða með skeið :)

Verðu ykkur að góðu!
- Ásta

Thursday, August 23, 2012

Bláberjaskyrkaka


Í gærkvöldi ákvað ég að búa til skyrköku úr því sem til var á heimilinu og heppnaðist svona líka vel! 

Það er ekkert smá gaman að vera í tilraunastarfsemi með þessi yndislegu íslensku bláber :) 

Uppskrift: 
Botn: 
100 gr möndlur
50 gr heslihnetur
50 gr Tröllahafrar
- hakka gróft í matvinnsluvél og setja í skál
1dl kókosmjöl
1 tsk kanill
- blanda þessu saman við
3 msk agavesýróp
- setjið agavesýrópið síðast og hrærið vel þannig blandan verður örlítið klístruð

Ofaná:
1 litil dós skyr.is vanillu
3 dl bláber
- mauka bláberin við skyrið
1 peli rjómi
- þeyta rjóman og bæta svo bláberjablöndunni við hann, hræra vel og smyrja ofan á botninn. 

Setjið í kæli í 1 klst og borðið með bestu lyst :) 


Verði ykkur að góðu
- Ásta

Tuesday, August 21, 2012

Frosin vínber


Skelltu vínberjum í frysti og búðu til yndislegt kvöldsnarl !
Þetta verður eins og brjóstsykur

mmmm svo gott :)

Njótið vel! 
-Ásta 

Monday, August 13, 2012

ÁvaxtaSalat


Þetta er uppáhalds desertinn minn þessa dagana

Sniðugt og fljótleg lausn ef þú átt von á gestum :) 

í þessi Salati eru bláber, jarðaber, epli, 
appelsína, melóna, vínber og pera. En það er algjörlega hægt að nota hvaða ávexti sem er verður alltaf gott..!
Skera allt smátt og skella í eina stóra skál og hræra saman.

Þetta bragðast mjög vel eitt og sér, einnig er líka hægt að hafa rjóma með eða bera fram með uppáhalds hrákökunni ykkar. 
Verði ykkur að góðu! 
- Ásta


Friday, August 10, 2012

Græna þruman



Þessi er alltaf jafn góður!

2 lúkur af spínati
Banani
Mangó
Smá eplasafi
Vatn
1 msk chia fræ
2 cm engifer smátt skorið

Öllu blandað saman og drukkið með bestu lyst!

Afsakið bloggleysið er búin að vera í smá fríi 
en kem sterk inn núna :) 

Bestu kveðjur, 
Ásta

Thursday, June 14, 2012

13. júní

Ár síðan ég breytti um lífstíl !


Tíminn flýgur! :)
-Ásta

Tuesday, May 22, 2012

Spari hafragrautur

1 dl tröllahafrar
2 dl vatn 
(ég vil hafa hann þykkan, 3 dl ef þið viljið það ekki) 

- sjóða í c.a. 5 mín 

Hálfur banani og jarðaber útá

- Ásta

Monday, May 21, 2012

HUMMUS


Uppskrift: 

2-3 dl kjúklingabaunir
1 msk tahini (sesammauk)
4 hvítlauksrif - pressuð
1/2 dl sítrónusafi
1/2 dlólífuolía
salt
malaður pipar
cummin eftir smekk

- öllu skellt í matvinnsluvélina eða maukað með töfrasprota. 

Himnerskt ofan á hrökkbrauð ég fæ mér stundum sesam hrökkbrauðið frá Burger (grænn pakki) 

Verði ykkur að góðu

- Ásta

Tuesday, May 8, 2012

SumarSalat

Litríkt og ljúffengt!


Í þessu salati er: klettasalatblanda, avocado, radísur, mangó, rauð paprika, furuhnetur og fetaostur! 

Afsakið bloggleysið! Ég er með fullt af flottum myndum og uppskriftum sem munu koma inn á næstu dögum. 

Takk fyrir allar heimsóknirnar! án þeirra væri ég ekki að þessu og ekki hika við að senda mér línu :) 

- Ásta


Friday, April 13, 2012

10 MÁNUÐIR

Það er ótrúlegt hvað tíminn líður !

Smá upprifjun.. svona var ég fyrir 10 mánuðum..




og svona var ég í morgun..

Já enn og aftur klikkaði ég á förðun og hárgreiðslu og jafnvel brúnkukreminu ?! 
En ég er lítið fyrir svoleiðis sparsl áður en ég tek morgunæfingu.. 

-25kg 

Ef ég gat þetta Þá getur þú það! 
Byrjaðu strax í dag :) 

Eigið góðan dag! 

- Ásta

Thursday, April 12, 2012

kjúklingabringa og franskar

Ofnbökuð kjúklingabringa: Kjúklingabringurnar eru settar í eldfast mót, blanda kryddblöndu í skál (tandori, cummin, kanil,) - þið getið notað það sem ykkur líkar. Setti 1 tsk agave sýrópi og 2 msk olífuolíu og hrærði saman. Penslaði svo bringurnar með kryddblöndunni. Gott að láta standa í smá stund. Síðan er þeim skellt inn í ofn í 40 mín á 180°C

Franskar: 1 stórbökunar kartafla skorin í strimla (ekki of stóra - þá er hún lengur að bakast) Skar svo 1 rauðlauk niður. Smá ólífuolía yfir ásamt salti, pipar og kartöflukryddi. Kartöflurnar eru bakaðar á 180°c í klst eða meira. Stingið í þær og finnið þegar þær eru tilbúnar.

Borið fram með salatblöndu og feta osti. 

Verði ykkur að góðu! 
-Ásta

Monday, April 2, 2012

HveitikímsPizza með spínati og sætum kartöflum


Hveitikímspizza uppskrift HÉR

Á þessari er, hunts pizza sósa, pizza ostur, spínat, sætarkartöflur, 
rauðlaukur, sveppir, paprika og fetaostur.. 

..mmmmm.. 

Verði ykkur að góðu! 

- Ásta

Wednesday, March 21, 2012

Kjúklingasalat


Ég elska að gera hádegis-kjúklingasalat úr afgangskjúlla 
frá því úr kvöldmatnum deginum áður. 

Í þessu salati er spínat, klettasalat, avocado, paprika, gúrka, kjúklingabringa og fetaostur.

algjör snilld! 

- Ásta 

Saturday, March 17, 2012

Súkkulaðikaka með banana

 Ég prófaði að gera súkkulaðikökuna um daginn og ég bætti við þunnum banana sneiðum ofan á kökuna áður en ég 
lét kremið yfir og svo allt inn í frysti! 
Það kom virkilega vel út :)

Uppskrift af súkkulaðikökunni er: HÉR

Það er mjög sniðugt að eiga svona köku inn í fyrsti og svo er hægt að brjóta smá og smá af henni ef manni langar í e-ð sætt

- Ásta

Friday, March 16, 2012

Föstudagspizzan..

 ..slær alltaf í gegn ! mmm

á þessari er hunts pizzasósa, ostur, spínat, rauðlaukur, 
paprika, sveppir og fetaostur..

Þetta er miklu auðveldara en það lítur út fyrir að vera, ótrúlega fljótlegt, þæginlegt og virkilega bragðgott!
Hvet alla til að prófa
:) 

Uppskrift: Hér

Verði ykkur að góðu! 

-Ásta

Friday, March 9, 2012

TúnfiskSalat

Ég er alveg sjúk í túnfisksalat og get því borðar þetta svona eitt og sér í hádegismat með bestu lyst einnig er þetta 
tilvalið sem Hollari útgáfa af Túnfisksalati ofan á hveitikímsklatta eða hrökkbrauð. 

Uppskrift: 
1 dós Túnfiskur í vatni
1 soðið egg
3 stórar msk kotasæla (bætið við eftir þörfum)
Rauð paprika
Rauðlaukur 

- Hrærið öllu saman og njótið vel :) 

- Ásta

Monday, February 27, 2012

SúkkulaðiShake

Uppskrift: 

3 dl Léttmjólk / Hrismjólk / Soja eða það sem hentar þér
1 banani
1 msk lífrænt kakóduft
1 góð tsk hnetusmjör
1/2 dl haframjöl 
Klakar

- Öllu skellt í blender og drukkið með bestu lyst :) 

- Ásta