Thursday, April 28, 2016

Snickerskakan - sú allra besta !

Jæja nú ætla ég að láta verða að því að byrja aftur að deila með ykkur hollum og einföldum uppskriftum. Ég prófaði mig mikið áfram og hef gert margar útfærslur af svona snickers köku.. þessi er sú allra besta: 



Hráefni:
Botn: 
200 gr möndlur
200 gr döðlur
1 dl hnetusmjör
1 msk kókosolía 

Salthnetur á milli 

Karmellu súkkulaði:
1 dl lífrænt hlynsýróp
1 dl kókosolía
1 dl hnetusmjör
1/2 dl kakó
1 tsk vanilla (hægt að nota vanilludropa eða smá af hreinu vanilludufti)

Aðferð: 
1. Setjið öll hráefnin fyrir botninn í matvinnsluvél eða öflugan blender og blandið saman. Það er allt í góðu þó svo að allt maukist ekki saman það er líka gott að hafa botninn svolítið grófann. 
2. Ég set bökunarpappír í lítið form sem má fara í frysti og 
þjappa svo botninum þar ofan í.
3. Stráið salthnetum yfir botninn, smekksatriði hversu mikið. 
4. Setjið hráefnin fyrir karmellusúkkulaðið í blender og hellið svo ofan á kökuna. Ath. þið getið bætt við eða minkað kakóið bara eftir því hversu mikið eða lítið súkkulaði bragð þið viljið hafa af kreminu. 
5. Svo er bara að skella kökunni í frysti og njóta. 

Mér finnst frábært að taka kökuna úr frysti og skera í litla munnbita og geyma hana svoleiðis í poka inni í frysti. Þá er svo auðvelt að næla sér í einn mola með kaffinu... já eða þrjá :) 

Verði ykkur að góðu ! 
- Ásta



Tuesday, January 20, 2015

Ljúffengar skonsur



Skonsur c.a. 12 stykki (litlar)

Hráefni:
160 gr. Grófmalað spelt 
1 msk. pálmasykur 
1/2 msk. hlynsíróp 
1 tsk. vínsteinslyftiduft 
1/4 tsk. salt 
1 egg 
2 1/2 dl. möndlumjólk 
1 1/2 msk. ólífuolía 

Aðferð:
- Allt sett í skál og hrært með sleif
 - Móta litlar skonsur með ausu á pönnu og steiki upp úr kókosolíu.


Verði ykkur að góðu! 
- Ásta

Thursday, March 7, 2013

Banana&Hnetuís

Banana og hnetuís


Uppskrift: 

2 frosnir bananar
2 góðar tsk lífrænt hnetusmjör
1 1/2 dl hrísmjólk 

- ég mixaði þetta með töfrasprota en einnig er 
hægt að nota blender. 

- ég skar niður tvo banana í gær og skellti í frysti til að prófa þetta í dag og þetta var sjúklega gott ! 

Frekar góður skammtur þannig þetta er mjög fínt fyrir tvo 
já eða eina ólétta :) Djók

Verði ykkur að góðu ! 

- Ásta

Wednesday, February 27, 2013

Hrökkbrauð með kotasælu

Þetta er nýjasta æðið hjá mér ! 

Ég hef verið að kaupa hrökkkexið frá burger það er 
sykur og gerlaust. 
Á þessu er kotasæla, skinka, gúrka og púrrulaukur. 

Fljótlegt og gott ! 

- Ásta


Afhverju hef ég ekki verið að blogga?

Þrátt fyrir fáar bloggfærslur síðustu mánuði þá hef ég fengið fjöldann allan af heimsóknum á hverjum degi og er ég ótrúlega þakklát fyrir það :) ég vona að það séu einhverjir þarna úti að notast við uppskriftirnar sem ég hef sett hérna inn. 

Það eru kannski einhverjir að velta fyrir sér hvers vegna ég blogga svona lítið aðrir eflaust ekkert að spá í það.. 

.. en ástæðan er einföld ! 


Það er lítið kríli væntanlegt í sumar og við bumbubúinn höfum ekki alltaf verið sammála um 
matseðil dagsins síðustu mánuðina. 

En matarlystin er öll að koma til og 
ég fer að skella inn fleiri uppskriftum :) 

Ekki hika við að senda mér línu ef það eru þið hafið spurningar, svo skelli ég stundum inn myndum á 
facebook Like síðuna svo það er meiri hreyfing þar ef þið viljið fylgjast með. 

Hafið það gott kæru lesendur ! 
- Ásta

Tuesday, February 26, 2013

Líkamsskrúbbur

Þetta er það besta sem ég hef prófað ! 


Um að gera að hætta að borða þennan sykur og 
byrja að bera hann á sig :) 

Skelltu sykri í krukku og bættu ólífuolíu (ég nota Himneskt frá Sollu) saman við þar til sykurinn er orðinn hæfilega 
blautur og þá ertu komin með þennan flotta skrúbb ! 

Einnig væri hægt að bæta ilmolíum útí, 
ég get ímyndað mér að Lavender olía væri himnesk í þetta. 

Húðin verður silkimjúk :) 

- Ásta 

Tuesday, January 22, 2013

Speltbrauð

Einstaklega gott og einfalt speltbrauð sem kom út úr 
ofninum hjá mér í hádeginu! :) 


Uppskrift í eitt brauð: 

Hráefni: 
5 dl Grófmalað spelt 
1 dl Tröllahafrar
3 tsk vínsteinslyftiduft
3 msk ólífuolía
2 dl mjólk
2 msk sítrónusafi
1 1/2 dl sjóðandi vatn (setja lítið í einu, þarf ekki endilega allt)
2 dl fræ (ég notaði sólblóma, graskers og sesamfræ)

Aðferð: 
1. Setjið mjólk og sítrónusafa í skál og leyfið að standa í 
c.a. 15 mín (hún fer í kekki) 
2. Blandið öllum þurrefnum saman í skál
3. Hrærið mjólkina og olíu saman við og setjið sjóðandi vatn útá eftir þörfum.
4. Ekki hræra of mikið bara þannig að degið sé komið saman 
5. Skella deginu í smurt form (ég setti smá sólblómafræ og haframjöl ofan á) 
6. Baka við 200°C í 25 mín 

Verði ykkur að góðu ! 
-Ásta 

P.s. Takk fyrir allar heimsóknirnar þrátt fyrir bloggleysi. 
Þið eruð alveg eðal! :) 

Tuesday, September 25, 2012

Tómatsúpa



Uppskrift
1 kg plómutómatar
- skerið tómatana í tvennt, hellið smá olíu yfir ásamt salt og pipar. Eldið þá við 180°c í 40 mín inni í ofni. 

1 laukur
4 hvítlauksrif
1/2 chilli
- Steikjið upp úr olíu í potti þar til laukurinn er orðin mjúkur. 

2 stk tómatar í dós (sykurlausir - heilsuhorn)
3 bollar vatn
1 grænmetisteningur
1/4 lúka fersk basilika
- leyfið að sjóða í smá stund 

Bætið síðast ofnbökuðu tómötunum við ásamt salt og pipar eftir smekk og maukið svo súpuna. 

Borið fram með ofnbökuðum hveitikímsklatta með osti og pizzakryddi. 

Verði ykkur að góðu! 

- Ásta

Saturday, September 22, 2012

chia grautur


Mig hefur lengi langað að prófa chia graut. 
Yndislega var hann góður.

Chia grautur
2 dl möndlumjólk
3 msk chia fræ

Setjið í skál og látið standa í 10 - 15 min, gott að hræra af og til í

Í þennan notaði ég frosin hindber.. mmmmmm

Eigið góðan dag!

-Ásta

Wednesday, September 19, 2012

DöðluBrúnkur


Uppskrift: 
100 gr smjör
70 gr hnetusmjör
60 gr palm sugar
1 msk hunang
100 gr döðlur
- Bræðið í potti og leyfið döðlunum að mýkjast, þá maukaði ég allt saman með töfrasprota eða setjið í matvinnsluvél. 

100 gr haframjöl
- bætt útí pottinn og látið standa i 10 mín

2 egg
- hrærið eggjum saman við með sleif og 
bætið síðan restinni af hráefnunum. 

1 tsk vanilludropar/duft
60 gr maismjöl
1 tsk matarsódi
1/4 tsk salt

Mótið í ferkanntaða köku á bökunarpappír c.a. 1 cm þykkt 
og bakið við 180°C í 15 mín. 
Kælið kökuna og skerið niður í hæfilega stórar kökur. 
Gott er að geyma kökurnar í poka inn í ísskáp eða frysti. 



Verði ykkur að góðu! 
- Ásta

Tuesday, September 18, 2012

lax og sætkartöflumús



Laxinn
2 msk olía
2 msk Sítrónusafi
1 msk Hunang
2 hvítlauksgeirar - pressaðir
2 cm engifer - rifið

Laxinn settur í eldfast mót, hráefnum blandað saman og sett yfir laxinn. 
Salt og pipar eftir smekk.
Ofninn á 180°c í 15 - 20 min.

Sætkartöflumús
1 sætkartafla
25 gr smjör
Salt og pipar eftir smekk

Skrælið kartöfluna og sjóðið  þar til hún er mjúk í gegn.
Stappið hana með smjörinu og látið salt og pipar.

Borið fram með salati, gott að hafa grískt jógúrt með

Verði ykkur að góðu

-Ásta

Sunday, September 16, 2012

Matseðill- Skipulag

Ég geri matseðil fyrir vikuna og það er þvílíkur munur.  
Þá losnar maður líka við að reyna finna uppá eitthverju 
til að borða þegar maður er orðinn þreyttur 
eftir langan skóla/vinnudag.


Ég set inn t.d. Kjúkling en er kannski með ákveðna hugmynd hvernig rétt ég ætla að gera en 
ég læt það ráðast þegar nær dregur. Það fer eftir því 
hvað er til á heimilinu þann daginn svo ég þurfi að versla sem minnst og nýta það sem til er :) 

- Ásta

Thursday, September 6, 2012

PiriPiri kjúklingur


Kjúklingabringur: skornar í tvennt og kryddaðar með Piripiri.
Franskar: Sætarkartöflur skornar í strimla, smá olía yfir, pipar, salt og smá tímían.

Látið inn í ofn í 40 mín við 180°C

Borið fram með salati og grískri jógúrt

Verði ykkur að góðu !

- Ásta

Friday, August 31, 2012

Græna þruman

Er alltaf jafn góð og gefur manni góða orku fyrir daginn! 


..Í þessari er mangó, ananas, banani, spínat, 
engifer, eplasafi, greentea powder og chiafræ..

Njótið þess að vera til! 

og ef ykkur leiðist um helgina þá verð ég í Kolaportinu á laugardaginn endilega kíkjið við :)

- Ásta

Thursday, August 30, 2012

Morgunmaturinn

Vaknaðu aðeins fyrr á morgnanna og gefðu þér tíma fyrir morgunmat heima áður en þú leggur af stað í skóla eða vinnu.


Huggulegt hjá mér í morgun með hafragraut og nýja IKEA blaðið

Eigið góðan dag !

- Ásta

Wednesday, August 29, 2012

SushiKvöld



Ég og systir mín gerðum Sushi í gær.. yndislega gott :)
Einu skiptin sem ég fæ mér hvít hrísgrjón eru þegar ég borða Sushi annars sleppi ég þeim alveg og fæ mér frekar hýðishrísgrjón eða t.d. bankabygg með mat. 

- Ásta