Monday, August 27, 2012

Gulrótar og Sætkartöflusúpa

Uppskrift: 
1 laukur
2 hvítlauksgeirar
4 cm engiferrót
1/2 - 1 rautt chilli
1 líter vatn
grænmetiskraftur
600 gr gulrætur
1 sæt kartafla
Salt og pipar

1. Látið góða msk af olíu í pott og steikið lauk, engifer og chilli, hvítlauknum er svo bætt við. 

2. hellið vatninu útí ásamt grænmetistening og 

leyfið suðunni að koma upp. 
3. Bætið gulrótum og sætri kartöflu út í og sjóðið þar til grænmetið er orðið mjúkt. 

4. Þá á að mauka súpuna saman, ég nota töfrasprota en það er líka hægt að nota matvinnsluvél. 
5. í lokin má bæta við vatni þar til súpan er orðin eins og þið viljið hafa hana og salt&pipar eftir smekk. 


Gott er að gera súpuna fram með grískri jógurt fyrir þá sem vilja ekki hafa hana of sterka :) 


Verði ykkur að góðu

- Ásta

8 comments:

  1. Hlakka til að prófa þessa. Mér finnst líka æði að setja kotasælu út í svona súpur, finnst það betra en gríska jógúrtin.

    ReplyDelete
  2. Prófaði súpuna áðan og hún var æði. Bætti reyndar við smá cumin (kryddinu) og niðursoðnum tómötum. Hlakka til að borða afganginn á morgun:)

    ReplyDelete
  3. Var með súpuna í matinn áðan og hún er æði. Bætti reyndar smá cumin út í (sem ég elska) og einni dós af tómötum. Hlakka til að borða afganginn á morgun:)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Flott að heyra :) og súpur eru oft betri daginn eftir gott að fá sér í hádeginu. Mm örugglega gott að setja cummin :)

      Delete
  4. Ójá, svona súpur eru oftast bara betri daginn eftir:)

    ReplyDelete
  5. þú talar um chilli en setur samt engan chilli í uppskriftinni sjálfri, hvða notaru mikinn chilli ??

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir ábendinguna :) er búin að bæta því inn!
      Það fer eftir því hversu sterka þú vilt hafa súpuna. Líka hvort þú fræhreinsar chilli-ið eða ekki. Ef þú hefur fræin með þá verður hún mjög sterk og góð svo það fer svolítið eftir smekk hvers og eins :)

      Delete