Matardagbók - Dæmi


Hvað borða ég á daginn ? 
Hérna er gróf uppbygging af matardagbók, ég hugsa alltaf hvað ég er að fara borða yfir daginn og er búin að græja það sem til þarf.

7:00 Lýsi og Omega 3. Hafragrautur (1dl tröllahafrar) slatti af rúsínum.

10:00 Ávöxtur. T.d. epli, banani, vínber.

13:00 Hveitikímsklatti með áleggi og grænmeti EÐA Salat með fersku grænmeti og jafnvel kjúkling EÐA túnfisksalat (1 dós túnfiskur í vatni, 3 stórar msk kotasæla, paprika, rauðlaukur, egg EÐA Quinoa/Bygg salat. 
- Ég borða vel í hádeginu, tilvalið að nota afganga frá kvöldmatnum. Ég borða alltaf vel af grænmeti c.a. hálfan disk. 

16:00 ávaxta/grænmetissafi EÐA Hámark og banani EÐA Boozt (skyr.is vanillu og frosin ber) EÐA Smoothie (kókosvatn og frosnir ávextir).

19:00 Kjúklingabringa og grænmeti EÐA Hveitikímspizza EÐA Fiskur og grænmeti EÐA Grillaður hveitikímsklatti með grænmeti.
- Ég borða mikið af grænmeti með kvöldmatnum líka c.a. hálfur diskur. 

EF mig langar í kvöldsnarl yfir góðum þætti þá poppa ég stundum í potti með ólífolíu og set örlítið "poppsalt".