Saturday, October 1, 2011

Hveitikímsklatti með kjúkling og grænmeti

Ég reyni alltaf að eiga til nóg af allskonar grænmeti í ísskápnum, svo það sé auðvelt að skella í salat eða gera e-ð girnilegt á fjölbreyttan hátt bara með því að nota það sem til er.

Hérna er ein mynd af Klatta með salati ofaná 
sem ég gerði um daginn


Þarna setti ég iceberg salat, reif gulrót niður, papriku, gúrku og avocado skorið niður, nokkrir kjúklingabitar úr bringu sem var í kvöldmatinn daginn áður. Toppað með smá Feta!

Ég sker grænmetið alltaf snyrtilega niður 
og á mismunandi hátt, þá verður þetta allt svo 
guðdómlega girnilegt og skemmtilegt að borða!

- Ásta


No comments:

Post a Comment