Sunday, October 2, 2011

Ab-mjólk

Það er næstum eins og að leita af nál í heystakki að finna jógúrt og skyr sem er ekki með sykri ! Það er alveg ótrúlegt hvað það er búið að troða sykri í allt.. 

Þetta eru sykurlausu jógúrt/skyr tegundirnar sem ég hef fundið: 
- Ab mjólk
- hreint skyr
- skyr.is með vanillubragði
- LGG+ jógúrt
- Kea skyrdrykkur 

Þetta er það sem ég man eftir núna.. 
en þær eru ekki mikið fleiri held ég :) 

Ég nota þessar vörur ekki mikið en þær geta verið ágætar ef maður er á ferðinni, þarf að grípa með sér t.d. nesti. 

Ég er mjög lítið fyrir súrt og set því oft e-ð útá 
t.d. Ab mjólkina til að reyna minnka súra bragðið. 

Hér er dæmi um það.. 

ég set c.a. hálfa tsk af lífrænu hnetusmjöri frá Sollu eða himneskri hollustu útá...
 

.. og hræra... 
 

 svo set ég 1/2 banana og rúsínur útá! 
Þetta verður mjög gott og það kemur smá hnetubragð af ab mjólkinni og ekki eins mikið súrt. namminamm.. !

- Ásta


No comments:

Post a Comment