Wednesday, January 18, 2012

Ljúffeng kaka

Þessa uppskrift fékk ég senda en ég breytti henni þó smá. 
Það er mjög sjaldan sem ég fer alveg eftir uppskriftum er mikið fyrir að breyta þeim eins og mér hentar :) 

 Ég er mikill uppskriftasafnari og tek öllum hugmyndum fagnandi endilega sendið mér línu astak10@gmail.com 


Uppskrift: 
200 gr döðlur
100 gr möndlur
100 gr kókosmjöl
1/2 tsk vanilluduft

- Döðlur og möndlur lagðar í bleyti í 30 mín.
- Öllu skellt í matvinnsluvél og hakka vel saman svo er botninum þrýst í kökuform. Ég nota alltaf hringlaga sílíkon form það er algjör snilld fyrir svona hráfæðikökur því það er svo 
gott að taka þær úr forminu.
-Botninn er næst látin í frost í 30 mín. 

1 góð msk lífrænt hnetusmjör
- Botninn er tekinn úr frysti og hnetusmjörinu er smurt ofan á. (ég var með hnetusmjörið inn í ísskáp og var það mjög hart, ég lét það í 1 mín á afþýðingu í örbylgju þá var það mjúkt og gott).
- Botninn aftur settur inn í frysti í 30 mín. 

Krem: 
1/2 dl kókosolía
1/2 dl kakóduft
1 dl agave sýróp
- Öllu hrært saman og því smurt á kökuna og enn og aftur er kakan sett í frystinn. 
Smá dúllerí en hún er mjög góð :) 

Verði ykkur að góðu! 
-Ásta

9 comments:

  1. mmm...ég hlakka til að prufa þessa :)

    ReplyDelete
  2. hvernig væri að ég kæmi bara með smakk til þín annað kvöld ;)

    ReplyDelete
  3. mm var að búa til þessa, hún er æði!!

    ReplyDelete
  4. Replies
    1. Það er til í krónunni og heilsubuðum en þú getur líka notað vanilludropa ef þú vilt

      Delete
  5. Ég hef keypt vanilludufið í Hagkaup. Finnst það bara svo dýrt miða við magn þannig að ég var bara að velta fyrir mér hvort það væri kannski hægt að fá það ódýrara.

    ReplyDelete
    Replies
    1. það er mjög dýrt miðað við magn. En ég nota alltaf bara lítið og það dugar í margar kökur :)

      Delete
    2. Einmitt, það er nóg fyrir mig:)

      Delete