Wednesday, February 27, 2013

Hrökkbrauð með kotasælu

Þetta er nýjasta æðið hjá mér ! 

Ég hef verið að kaupa hrökkkexið frá burger það er 
sykur og gerlaust. 
Á þessu er kotasæla, skinka, gúrka og púrrulaukur. 

Fljótlegt og gott ! 

- Ásta


Afhverju hef ég ekki verið að blogga?

Þrátt fyrir fáar bloggfærslur síðustu mánuði þá hef ég fengið fjöldann allan af heimsóknum á hverjum degi og er ég ótrúlega þakklát fyrir það :) ég vona að það séu einhverjir þarna úti að notast við uppskriftirnar sem ég hef sett hérna inn. 

Það eru kannski einhverjir að velta fyrir sér hvers vegna ég blogga svona lítið aðrir eflaust ekkert að spá í það.. 

.. en ástæðan er einföld ! 


Það er lítið kríli væntanlegt í sumar og við bumbubúinn höfum ekki alltaf verið sammála um 
matseðil dagsins síðustu mánuðina. 

En matarlystin er öll að koma til og 
ég fer að skella inn fleiri uppskriftum :) 

Ekki hika við að senda mér línu ef það eru þið hafið spurningar, svo skelli ég stundum inn myndum á 
facebook Like síðuna svo það er meiri hreyfing þar ef þið viljið fylgjast með. 

Hafið það gott kæru lesendur ! 
- Ásta

Tuesday, February 26, 2013

Líkamsskrúbbur

Þetta er það besta sem ég hef prófað ! 


Um að gera að hætta að borða þennan sykur og 
byrja að bera hann á sig :) 

Skelltu sykri í krukku og bættu ólífuolíu (ég nota Himneskt frá Sollu) saman við þar til sykurinn er orðinn hæfilega 
blautur og þá ertu komin með þennan flotta skrúbb ! 

Einnig væri hægt að bæta ilmolíum útí, 
ég get ímyndað mér að Lavender olía væri himnesk í þetta. 

Húðin verður silkimjúk :) 

- Ásta