Tuesday, September 20, 2011

Quinoa kaka

Það er hægt að gera fullt af góðum eftirréttum sem að innihalda hvorki sykur né hveiti, hérna er eitt dæmi um það.. 


 Kakan verður frekar blaut en er mjög góð með smá rjóma og svo ferskum ávöxtum með !


Uppskrift: 
2 dl smátt saxaðar döðlur
1 dl smátt saxaðar brúnaðar aprikósur
1 dl rúsinur
salt af hnífsoddi
1 tsk vanilluduft
1 tsk kanill
lítill biti engiferrót u.þ.b. 1 cm 
7 dl eplasafi
2 dl quinoa

Aðferð: 
Setjið allt í pott og látið sjóða í um 20 mín við vægan hita eða þar til allur vökvinn er gufaður upp. Hellið í hringlaga form (t.d. 26 cm í þvermál), þjappið og látið kökuna kólna og stífna (ég setti formið í frystinn því ég er svo óþolinmóð!) 
Skreytið með ferskum ávöxtum, þurristuðum hnetum og möndlum, gott er að hafa þeyttan rjóma með.

Verði ykkur að góðu !

- Ásta

2 comments:

  1. Þú ert eðal snillingur Ásta mín !

    kveðja Þurý

    ReplyDelete
  2. Ætla pottþétt að gera þessa einhverntíman soon =D

    ReplyDelete