Tuesday, November 1, 2011

ByggSalat

Bankabygg er mjög gott og algjör snilld í salat!

ég sauð fyrir svefninn 2 dl af bankabyggi og 6 dl af vatni, lét þetta sjóða í 15 mín, slökkti svo undir og lét standa yfir nótt. Daginn eftir hrærði ég upp í þessu og sigtaði afgangsvatnið frá, setti í skál og inní ísskáp. 
Svo er hægt að taka smá af þessu og gera sér salat :) 

Í salatinu hér að ofan er 2 dl bankabygg(soðið), gúrka, gulrætur, rauðlaukur, lambhagasalat og 2 tsk af feta. 

í gær gerði ég samskonar salat og skellti því í box og tók með mér í nesti fyrir skólann... algjört æði!

-Ásta

2 comments: