Thursday, April 12, 2012

kjúklingabringa og franskar

Ofnbökuð kjúklingabringa: Kjúklingabringurnar eru settar í eldfast mót, blanda kryddblöndu í skál (tandori, cummin, kanil,) - þið getið notað það sem ykkur líkar. Setti 1 tsk agave sýrópi og 2 msk olífuolíu og hrærði saman. Penslaði svo bringurnar með kryddblöndunni. Gott að láta standa í smá stund. Síðan er þeim skellt inn í ofn í 40 mín á 180°C

Franskar: 1 stórbökunar kartafla skorin í strimla (ekki of stóra - þá er hún lengur að bakast) Skar svo 1 rauðlauk niður. Smá ólífuolía yfir ásamt salti, pipar og kartöflukryddi. Kartöflurnar eru bakaðar á 180°c í klst eða meira. Stingið í þær og finnið þegar þær eru tilbúnar.

Borið fram með salatblöndu og feta osti. 

Verði ykkur að góðu! 
-Ásta

No comments:

Post a Comment