Thursday, August 23, 2012

Bláberjaskyrkaka


Í gærkvöldi ákvað ég að búa til skyrköku úr því sem til var á heimilinu og heppnaðist svona líka vel! 

Það er ekkert smá gaman að vera í tilraunastarfsemi með þessi yndislegu íslensku bláber :) 

Uppskrift: 
Botn: 
100 gr möndlur
50 gr heslihnetur
50 gr Tröllahafrar
- hakka gróft í matvinnsluvél og setja í skál
1dl kókosmjöl
1 tsk kanill
- blanda þessu saman við
3 msk agavesýróp
- setjið agavesýrópið síðast og hrærið vel þannig blandan verður örlítið klístruð

Ofaná:
1 litil dós skyr.is vanillu
3 dl bláber
- mauka bláberin við skyrið
1 peli rjómi
- þeyta rjóman og bæta svo bláberjablöndunni við hann, hræra vel og smyrja ofan á botninn. 

Setjið í kæli í 1 klst og borðið með bestu lyst :) 


Verði ykkur að góðu
- Ásta

1 comment: