Tuesday, January 22, 2013

Speltbrauð

Einstaklega gott og einfalt speltbrauð sem kom út úr 
ofninum hjá mér í hádeginu! :) 


Uppskrift í eitt brauð: 

Hráefni: 
5 dl Grófmalað spelt 
1 dl Tröllahafrar
3 tsk vínsteinslyftiduft
3 msk ólífuolía
2 dl mjólk
2 msk sítrónusafi
1 1/2 dl sjóðandi vatn (setja lítið í einu, þarf ekki endilega allt)
2 dl fræ (ég notaði sólblóma, graskers og sesamfræ)

Aðferð: 
1. Setjið mjólk og sítrónusafa í skál og leyfið að standa í 
c.a. 15 mín (hún fer í kekki) 
2. Blandið öllum þurrefnum saman í skál
3. Hrærið mjólkina og olíu saman við og setjið sjóðandi vatn útá eftir þörfum.
4. Ekki hræra of mikið bara þannig að degið sé komið saman 
5. Skella deginu í smurt form (ég setti smá sólblómafræ og haframjöl ofan á) 
6. Baka við 200°C í 25 mín 

Verði ykkur að góðu ! 
-Ásta 

P.s. Takk fyrir allar heimsóknirnar þrátt fyrir bloggleysi. 
Þið eruð alveg eðal! :) 

No comments:

Post a Comment