Tuesday, September 25, 2012

Tómatsúpa



Uppskrift
1 kg plómutómatar
- skerið tómatana í tvennt, hellið smá olíu yfir ásamt salt og pipar. Eldið þá við 180°c í 40 mín inni í ofni. 

1 laukur
4 hvítlauksrif
1/2 chilli
- Steikjið upp úr olíu í potti þar til laukurinn er orðin mjúkur. 

2 stk tómatar í dós (sykurlausir - heilsuhorn)
3 bollar vatn
1 grænmetisteningur
1/4 lúka fersk basilika
- leyfið að sjóða í smá stund 

Bætið síðast ofnbökuðu tómötunum við ásamt salt og pipar eftir smekk og maukið svo súpuna. 

Borið fram með ofnbökuðum hveitikímsklatta með osti og pizzakryddi. 

Verði ykkur að góðu! 

- Ásta

2 comments: