Monday, February 20, 2012

Hveitikímsvefja!




Hveitikímsvefja uppskrift: 

Hún er gerð alveg eins og hveitikíms pizzan.. 
60 gr hveitikím 
4 msk vatn

- hræra þessu saman í skál
- mynda bollu
- klessa bollunni á milli tveggja bökunarpappíra og þrýsta ofan á með t.d. skurðarbretti
- Þrýsta svolítið vel þannig að kakan verði mjög þunn
- baka inn í ofni á 180°C í c.a. 15 mín 

og svo er tilvalið að setja hvað sem manni dettur í hug á milli 

á myndinni var ég með afganga frá kvöldinu áður, kjúklingabringu, ofnbakaðar sætarkartöflur og rauðlauk ásamt spínati og klettasalati. 

Svo rúllaði ég þessu upp eins og á Serrano og tók með í hádegisnesti fyrir skólan 

Bara snilld ! 

Verði ykkur að góðu 

- Ásta

9 comments:

  1. mm þetta ætla ég að prófa, ekkert smá girnó

    ReplyDelete
  2. Ég ætla svo mikið að gera svona, fannst þetta svo girnilegt þegar þú komst með þetta í skólann! :)

    ReplyDelete
  3. Þetta er rosalega girnilegt.
    Enn veistu er í lagi að gera vefjuna daginn áður og setja svo bara á hana og pakka inn um morgunin.. bara ef maður er í tímaþröng á morgnana?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ekki spurning! Þessa gerði ég kvöldið áður, skellti öllu á hana og rúllaði upp.. geymdi þannig inn í ísskáp og tók svo með mér í nesti daginn eftir :)

      um að gera að prófa sig áfram !

      Delete
  4. Ég prufaði þetta er reyndar að borða þetta núna en ég gat ekki rúllað minni upp og þetta var ansi lítil flatkaka . Bætti auka vatni við getur það verið vandinn ?. Borða þetta samt set bara grænmeti ofan á og nota hníf og gaffal :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. hæhæ, en skrítið.. en já það gæti verið afþví þú bættir við vatni.. 4 msk (mæliskeiðar) eiga að duga þú verður bara að hræra vel saman.. þetta lítur út fyrir að vera of þurrt en lagast eftir því sem þú hrærir meira :)
      Mín var alveg mjúk, ekki alveg eins auðvelt að rúlla henni upp eins og venjulegri hveititortilla köku en gekk samt vel :)

      Delete
  5. Var að prófa þessa uppskrift áðan og hún heppnaðist rosa vel hjá mér. Vefjurnar urðu reyndar ekki alveg svona fallega hringlaga en samt fínar :)
    Æðislegar uppskriftir hjá þér, hlakka til að prófa fleiri. Hveitikímspizza er næst á dagskrá hjá mér :)

    Búin að setja þessa síðu í bookmarks hjá mér :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Frábært að heyra :)
      Takk fyrir!

      Bestu kveðjur,
      Ásta

      Delete
  6. Sæl ég var að skoða síðuna hjá þér snilldarsíða takk ;)

    en þar sem ég prufaði að gera svona vefju í dag þá varð hún svo hörð og rúllaðist ekki upp. á þetta ekki að vera svona klístur þegar maður er búin að blanda saman hveitikím og vatni?

    Kveðja Habbý

    ReplyDelete