Monday, February 20, 2012

Kelp núðlur

Solla á gló er oft að pósta réttum dagsins með kelp núðlum og ég freistaðist til að kaupa svona í búðinni til þess að prófa

Ég gerði WOK núðlu rétt úr þeim.. ég veit nú ekki hvort hráfæði Solla sé glöð með það en bragðgóður var hann :) 


Kelp núðlur Uppskrift: 
Lagði núðlurnar í bleyti í c.a. 15 mín og skolaði svo vel af þeim, í leiðbeiningum segir að maður eigi að þerra þær en ég sá ekki ástæðu til þess þar sem ég var með þær í sósu. 

3 kjúklingabringur
Skornar í munnbita og steiktar á pönnu. 

Sósa: 
1 dl möndlur - lagðar í bleyti í 30 mín eða lengur
4 msk Tamari sósa
2 msk sítrónusafi
1 msk rifin engiferrót
1 msk agave sýróp
2 hvítlauksrif
1/2 rautt chilli 
1 bolli vatn 
- öllu skellt i blender, bætið við vatni eftir þörfum eða þar til hún er hæfilega þunn.

Grænmeti: 
Paprika
gulrætur
Laukur
- Skar grænmetið í þunna strimla og steikti á pönnu

- Slá egg saman og steikja með grænmetinu
- kjúklingurinn settur með á WOK pönnuna og sósunni bætt við. 
-Núðlurnar eru settar saman við í lokin rétt til 
að hita þær upp. 

yum yum ! 

Verði ykkur að góðu
- Ásta

3 comments:

  1. Vá þetta verð ég að prófa!

    ReplyDelete
  2. Ég fór að leita af þessum um daginn og finn þær hvergi. Hvar fékkst þú þessar?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ég fékk þessar í Bónus, en hef ekki séð þær lengi.

      Delete