Wednesday, September 19, 2012

DöðluBrúnkur


Uppskrift: 
100 gr smjör
70 gr hnetusmjör
60 gr palm sugar
1 msk hunang
100 gr döðlur
- Bræðið í potti og leyfið döðlunum að mýkjast, þá maukaði ég allt saman með töfrasprota eða setjið í matvinnsluvél. 

100 gr haframjöl
- bætt útí pottinn og látið standa i 10 mín

2 egg
- hrærið eggjum saman við með sleif og 
bætið síðan restinni af hráefnunum. 

1 tsk vanilludropar/duft
60 gr maismjöl
1 tsk matarsódi
1/4 tsk salt

Mótið í ferkanntaða köku á bökunarpappír c.a. 1 cm þykkt 
og bakið við 180°C í 15 mín. 
Kælið kökuna og skerið niður í hæfilega stórar kökur. 
Gott er að geyma kökurnar í poka inn í ísskáp eða frysti. 



Verði ykkur að góðu! 
- Ásta

1 comment:

  1. Hvað er palm sykur og hvar fæ ég hann?
    Þetta lúkkar agalega girnilega :)

    ReplyDelete