Tuesday, September 18, 2012

lax og sætkartöflumúsLaxinn
2 msk olía
2 msk Sítrónusafi
1 msk Hunang
2 hvítlauksgeirar - pressaðir
2 cm engifer - rifið

Laxinn settur í eldfast mót, hráefnum blandað saman og sett yfir laxinn. 
Salt og pipar eftir smekk.
Ofninn á 180°c í 15 - 20 min.

Sætkartöflumús
1 sætkartafla
25 gr smjör
Salt og pipar eftir smekk

Skrælið kartöfluna og sjóðið  þar til hún er mjúk í gegn.
Stappið hana með smjörinu og látið salt og pipar.

Borið fram með salati, gott að hafa grískt jógúrt með

Verði ykkur að góðu

-Ásta

No comments:

Post a Comment